1. Væntingar til námskeiðsins ... tilhlökkun ... kvíði ... efasemdir ... spurningar ...!!!???
Það er alltaf svolítið undarlegt að hefja nám í fræðum sem fjalla um starf sem maður hefur reynslu af. Ég skal þó verða fyrstur til að viðurkenna að minn stutti kennsluferill einkenndist ekki af því að ég byggi mér til heildstæða sýn á kennslustarfið, hvað þá að ég sökkti mér ofan í umræður um skólamál. Til þess var ég allt of upptekinn að troða marvaðann. Þannig að nú má segja að ég sé að byrja á öfugum enda og eflaust (vonandi allavega!) mun margt bera á góma þar sem ég get litið um öxl og hugsað með mér: “Hefði ég nú bara vitað þetta!”
Í mér býr mikil tilhlökkun að fá að njóta krafta þeirra góðu kennara sem hér koma að. Suma þekki ég vel, aðra ekkert. Þrátt fyrir að gera mér fulla grein fyrir því að reynsla mín er takmörkuð og færni mín sem kennari hefur efalítið verið gloppótt, tel ég mig standa nokkuð vel að vígi gagnvart viðfangsefnum námskeiðsins. Það var grínast með það í skólanum þar sem ég kenndi að hér væri á ferð maður sem hefði fengið kennslufræðimenntun með móðurmjólkinni, en það er auðvitað bara hótfyndni. Auk þess man ég lítt svo langt aftur í tímann. En auðvitað hefur skólamálaumræða átt sér stað fyrir eyrum mínum svo áratugum skiptir, og þrátt fyrir alla mína viðleitni (a.m.k. framan af) þá fór ekki allt inn um annað eyrað og út um hitt.
Hitt er svo annað mál, og mér svo ofarlega í huga að ég ætla að endurtaka það, að sem kennari í grunnskóla rak ég mig á ýmsa veggi, gerði skyssur og stóð mig oft alls ekki sem skyldi. Það skal þó tekið fram að oft gerði ég fína hluti, og einstaka sinnum stórkostlega. En hitt er að mínu mati mun mikilvægara í stöðunni, því af mistökunum og klúðrinu get ég lært mest, og vonir mínar standa til þess að sú verði raunin á þessu námskeiði.
Að lokum þetta: Ég hef ekki lagt það í vana minn að fyllast kvíða og efasemdum frammi fyrir nýjum áskorunum, og stefni að því að ekki verði breyting þar á að þessu sinni.
Í mér býr mikil tilhlökkun að fá að njóta krafta þeirra góðu kennara sem hér koma að. Suma þekki ég vel, aðra ekkert. Þrátt fyrir að gera mér fulla grein fyrir því að reynsla mín er takmörkuð og færni mín sem kennari hefur efalítið verið gloppótt, tel ég mig standa nokkuð vel að vígi gagnvart viðfangsefnum námskeiðsins. Það var grínast með það í skólanum þar sem ég kenndi að hér væri á ferð maður sem hefði fengið kennslufræðimenntun með móðurmjólkinni, en það er auðvitað bara hótfyndni. Auk þess man ég lítt svo langt aftur í tímann. En auðvitað hefur skólamálaumræða átt sér stað fyrir eyrum mínum svo áratugum skiptir, og þrátt fyrir alla mína viðleitni (a.m.k. framan af) þá fór ekki allt inn um annað eyrað og út um hitt.
Hitt er svo annað mál, og mér svo ofarlega í huga að ég ætla að endurtaka það, að sem kennari í grunnskóla rak ég mig á ýmsa veggi, gerði skyssur og stóð mig oft alls ekki sem skyldi. Það skal þó tekið fram að oft gerði ég fína hluti, og einstaka sinnum stórkostlega. En hitt er að mínu mati mun mikilvægara í stöðunni, því af mistökunum og klúðrinu get ég lært mest, og vonir mínar standa til þess að sú verði raunin á þessu námskeiði.
Að lokum þetta: Ég hef ekki lagt það í vana minn að fyllast kvíða og efasemdum frammi fyrir nýjum áskorunum, og stefni að því að ekki verði breyting þar á að þessu sinni.
<< Home