3. Rannsakaðu efnið á þessari síðu (hér að ofan) - veldu a.m.k. þrjá staði til að skoða og brjóta heilann um. Veldu staði sem vekja áhuga þinn.
Inngangur að kennslufræði
Leiðarbókarverkefni 3
18. september
Umræða um skólamál er víst í sögulegu hámarki. Gott og vel. Þá eru líklega mýmörg tækifæri fyrir mig að kynna mér hinar ýmsu umræður og hin ýmsu málefni. Hér ætla ég hinsvegar að halda mig að mestu leyti við það sem ég þekki. Mér segir jafnvel svo hugur að framan af í þessum skrifum mínum verði það oftast ofan á, því eftir tvo og hálfan vetur þar sem ég lærði svo ótrúlega margt bæði jákvætt og neikvætt tel ég mikilvægt að henda reiður á því, vinsa úr það sem mér finnst skipta máli og átta mig á því hvers konar kennari ég var. Þannig ætla ég svo að leggja grunninn að því hvers konar kennari ég verð.
Agamálin voru mál málanna lengst af í minni tíð í fyrsta kennarastarfi mínu. Fyrsta veturinn fékk ég jú upphaflega starfið vegna þess að tveir kennarar (af þremur og hálfu stöðugildi á unglingastigi) höfðu séð þann kost vænstan að hypja sig og snúa sér að öðru. Ekki hafði ég verið lengi við störf þegar ég var spurður af nemanda í tíunda bekk hversu lengi ég sæi fyrir mér að endast í þessu starfi. Því var svo bætt við að þessi tiltekni bekkur væri frægur fyrir einmitt að flæma kennara í burtu. Þessi vetur var þó langskástur þeirra þriggja sem ég starfaði þarna.
Næsta vetur varð fjandinn laus og aðalástæðurnar voru að mínu mati:
1. Mikil fjölgun nemenda við skólann þar sem annar skóli í grenndinni var lagður niður.
2. Kennaraverkfall með allri þeirri neikvæðu umræðu almennings um kennarastarfið sem því fylgdi.
3. Sú ákvörðun að taka upp samkennslu árganga að því viðbættu að afar illa var staðið að fyrirkomulagi þeirrar samkennslu.
4. Reynsluleysi kennaranna í að hafa stjórn á bekk/hópi.
5. Uppsögn og brotthvarf skólastjórans á miðjum vetri og langvarandi óvissuástand sem fylgdi í kjölfarið.
6. Óvenjumikill fjöldi nemenda með alvarleg hegðunarvandamál eða geðröskun.
7. Óheppileg kennslurými.
Hér er ástæða til að staldra við sumt en ekki allt. Reynsluleysi kennara í samkennslu varð til þess að sú ótrúlega ákvörðun var tekin að kenna áttunda og níunda bekk saman í stóru rými þar sem hljóðvist var afar slæm, yfirsýn kennara lítil og sífellt var verið að gera breytingar á uppröðun, kennslufyrirkomulagi og því hvort báðir bekkir voru í sama fagi eða tvö fög í gangi á sama tíma (!!) – þegar svo við þetta bætist sú staðreynd að í um 45 nemenda hópi eru þarna 5 nemendur með blöndu af hegðunar- og geðtruflunum og 4 nemendur með nokkra þroskaskerðingu, og af þessum 9 eru 3 nýir nemendur við skólann er ljóst að það var strax við ramman reip að draga. Því má svo bæta við, án allrar ábyrgðar, að af þessum 9 nemendum var aðeins einn með slíka “greiningu” að honum ætti að fylgja stuðningsfulltrúi. Ég ætla ekki að fara nánar út í það, þar sem ég er ekki nægilega kunnugur lögum og reglum sem hér koma við sögu.
Á vefsíðunni nordskol er haft eftir Kristjáni Má Magnússyni að 2-5% nemenda eigi við alvarlegan hegðunarvanda og geðraskanir að stríða. Í þessum nemendahópi sem ég kenndi voru það 20% og þá eru ekki taldir með þeir sem kalla má áhættuhóp, nemendur sem eiga erfitt með lestur eða einbeitingu, eða stríða við þunglyndi í “vægari kantinum.” Það gefur auga leið að þessir nemendur urðu útundan því athygli kennaranna fór að langmestu leyti í erfiðustu nemendurna. Á sömu vefsíðu er haft eftir Arhuri Morthens að í kjölfar stefnumörkunar um skóla án aðgreiningar sneri alvarlegasti vandi grunnskólanna að nemendum með alvarlegan hegðunarvanda og geðraskanir, að ógleymdum ADHD-klúbbnum. (Excuse the ironic tone.) Hann segir að fræðsluyfirvöld í Reykjavík vilji taka á þessum vanda með “aukinni ráðgjöf innan skóla, breytingum á kennsluháttum, auknu fjármagni til sérkennslu og [að] styrkja sérúrræði innan skólanna.” Að mínu mati er hér verið að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann. Þau úrræði sem Arthur nefnir hefðu þurft að koma til löngu áður en stefnumörkunin um skóla án aðgreiningar átti sér stað, svo skólar væru í stakk búnir að taka á móti öllum nemendum.
Þetta vandamál er greinilega ekki séríslenskt ef marka má fréttatilkynningu um norsku bókina Høyt spill om samspill: Høyt spill om samspill - Å snu vanskelige klasser er den første boka i Norge som tar opp hvordan slike kriser kan løses. Også internasjonalt er slik litteratur mangelvare.
Ónefnd framákona í skólamálum hérlendis fitjar upp á trýnið þegar minnst er á PBS-kerfið, enda um úreltan behaviourisma að ræða. Gott og vel. En kerfið virðist virka. Að vísu er auðvitað hægt að nota tölfræði til að ljúga en fram kemur hjá Jeffrey Sprague að merkjanleg fækkun agavandamála eigi sér stað í þeim skólum sem taka kerfið upp. Skólarnir hérlendis sem riðu á vaðið hafa fundið þetta og fleiri skólar, þar á meðal Klébergsskóli, munu bætast í hópinn á næstu árum.
Af máli dr. Sprague skynja ég að ein mikilvægasta forsendan fyrir því að PBS-kerfið gefi góða raun sé að kennarar séu samstíga í notkun þess. Þarna get ég tekið undir og minnist þess með hryllingi hversu oft kennarar og skólaliðar voru ekki að framfylgja sömu reglum, sem auðvitað gróf undan virðingu nemenda fyrir skólanum, reglum hans og starfsfólki.
Af þessu dreg ég þá ályktun að eigi skólasamfélag við agavandamál að stríða sé algerlega nauðsynlegt að tekið sé á þeim með þeim hætti að allir séu að róa í sömu átt. Það tel ég eiga við hvort sem um PBS eða annað kerfi er að ræða.
En er það hægt í póstmódernísku skólaumhverfi? Getur skóli í dag verið svo miðstýrður að allir kennarar verði að sameinast um það að noti ekki gsm-síma/húfu/i-pod/tyggjó í tíma? Ekki heldur Edda Kjartansdóttir í grein sinni í Netlu. Og ég er sammála, enda spyr ég mig enn þann dag í dag: Af hverju má Siggi ekki vera með húfu á hausnum? Og hversu stórt hlutfall hverrar kennslustundar hjá mér þarf að fara í að þrátta við Alexander um það hvort hann eigi að fara úr skónum?
Ef nám á að vera samræða en ekki einræða verður hver kennari að fá að móta sín samskipti við nemendur út frá sínu eigin gildismati, sinni eigin skynjun á því hvað er viðeigandi og hvað er óásættanlegt, en þá rekur einhver upp ramakvein: ...þurfa skýr skilaboð!!! En geta skilaboðin ekki verið skýr á þennan hátt: Ég kippi mér ekki upp við þessa hegðun en þú veist að hún Unnur mun gera það?
Þarna notaði ég (tilbúið) kvenmannsnafn í fyrsta sinn? Hvers vegna? Vegna þess að í þetta sinn var tilbúna persónan kennari. Nemendurnir með agavandamálin (og greiningarnar) eru strákar. Það er kannski ekki skrýtið þegar haft er í huga að aðeins fjórði hver kennari er karlkyns (og hugsanlega enn færri á yngsta stigi?), pabbi annaðhvort fluttur að heiman eða alltaf að vinna, og fyrsti karlmaðurinn sem strákar hafa einhver samskipti við er löggan.
Það er því ljóst að skólinn þarf að koma til móts við stráka svo þeim líði betur í skólanum. Ekki er víst að það sé auðvelt þegar 75% kennara eru konur en fjölbreyttari kennsluaðferðir ættu að hjálpa. Ofuráhersla á bóklegt stagl er líklega komið til að vera þótt mörgum lítist illa á þá þróun.
Hins vegar líta skólarnir svo á að öll tilvera þeirra byggist á árangri tíunda bekkjar í samræmdum prófum og þetta litar auðvitað skólastarfið á unglingastigi. Því leiðist strákunum og þeim hættir frekar til að lenda upp á kant við kennara og skólastjórnendur. Þeir skapa sér sínar eigin forsendur fyrir sjálfsmynd sinni, líta á námið sem tilgangslaust og duglega nemendur sem nörda.
Leiðarbókarverkefni 3
18. september
Umræða um skólamál er víst í sögulegu hámarki. Gott og vel. Þá eru líklega mýmörg tækifæri fyrir mig að kynna mér hinar ýmsu umræður og hin ýmsu málefni. Hér ætla ég hinsvegar að halda mig að mestu leyti við það sem ég þekki. Mér segir jafnvel svo hugur að framan af í þessum skrifum mínum verði það oftast ofan á, því eftir tvo og hálfan vetur þar sem ég lærði svo ótrúlega margt bæði jákvætt og neikvætt tel ég mikilvægt að henda reiður á því, vinsa úr það sem mér finnst skipta máli og átta mig á því hvers konar kennari ég var. Þannig ætla ég svo að leggja grunninn að því hvers konar kennari ég verð.
Agamálin voru mál málanna lengst af í minni tíð í fyrsta kennarastarfi mínu. Fyrsta veturinn fékk ég jú upphaflega starfið vegna þess að tveir kennarar (af þremur og hálfu stöðugildi á unglingastigi) höfðu séð þann kost vænstan að hypja sig og snúa sér að öðru. Ekki hafði ég verið lengi við störf þegar ég var spurður af nemanda í tíunda bekk hversu lengi ég sæi fyrir mér að endast í þessu starfi. Því var svo bætt við að þessi tiltekni bekkur væri frægur fyrir einmitt að flæma kennara í burtu. Þessi vetur var þó langskástur þeirra þriggja sem ég starfaði þarna.
Næsta vetur varð fjandinn laus og aðalástæðurnar voru að mínu mati:
1. Mikil fjölgun nemenda við skólann þar sem annar skóli í grenndinni var lagður niður.
2. Kennaraverkfall með allri þeirri neikvæðu umræðu almennings um kennarastarfið sem því fylgdi.
3. Sú ákvörðun að taka upp samkennslu árganga að því viðbættu að afar illa var staðið að fyrirkomulagi þeirrar samkennslu.
4. Reynsluleysi kennaranna í að hafa stjórn á bekk/hópi.
5. Uppsögn og brotthvarf skólastjórans á miðjum vetri og langvarandi óvissuástand sem fylgdi í kjölfarið.
6. Óvenjumikill fjöldi nemenda með alvarleg hegðunarvandamál eða geðröskun.
7. Óheppileg kennslurými.
Hér er ástæða til að staldra við sumt en ekki allt. Reynsluleysi kennara í samkennslu varð til þess að sú ótrúlega ákvörðun var tekin að kenna áttunda og níunda bekk saman í stóru rými þar sem hljóðvist var afar slæm, yfirsýn kennara lítil og sífellt var verið að gera breytingar á uppröðun, kennslufyrirkomulagi og því hvort báðir bekkir voru í sama fagi eða tvö fög í gangi á sama tíma (!!) – þegar svo við þetta bætist sú staðreynd að í um 45 nemenda hópi eru þarna 5 nemendur með blöndu af hegðunar- og geðtruflunum og 4 nemendur með nokkra þroskaskerðingu, og af þessum 9 eru 3 nýir nemendur við skólann er ljóst að það var strax við ramman reip að draga. Því má svo bæta við, án allrar ábyrgðar, að af þessum 9 nemendum var aðeins einn með slíka “greiningu” að honum ætti að fylgja stuðningsfulltrúi. Ég ætla ekki að fara nánar út í það, þar sem ég er ekki nægilega kunnugur lögum og reglum sem hér koma við sögu.
Á vefsíðunni nordskol er haft eftir Kristjáni Má Magnússyni að 2-5% nemenda eigi við alvarlegan hegðunarvanda og geðraskanir að stríða. Í þessum nemendahópi sem ég kenndi voru það 20% og þá eru ekki taldir með þeir sem kalla má áhættuhóp, nemendur sem eiga erfitt með lestur eða einbeitingu, eða stríða við þunglyndi í “vægari kantinum.” Það gefur auga leið að þessir nemendur urðu útundan því athygli kennaranna fór að langmestu leyti í erfiðustu nemendurna. Á sömu vefsíðu er haft eftir Arhuri Morthens að í kjölfar stefnumörkunar um skóla án aðgreiningar sneri alvarlegasti vandi grunnskólanna að nemendum með alvarlegan hegðunarvanda og geðraskanir, að ógleymdum ADHD-klúbbnum. (Excuse the ironic tone.) Hann segir að fræðsluyfirvöld í Reykjavík vilji taka á þessum vanda með “aukinni ráðgjöf innan skóla, breytingum á kennsluháttum, auknu fjármagni til sérkennslu og [að] styrkja sérúrræði innan skólanna.” Að mínu mati er hér verið að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann. Þau úrræði sem Arthur nefnir hefðu þurft að koma til löngu áður en stefnumörkunin um skóla án aðgreiningar átti sér stað, svo skólar væru í stakk búnir að taka á móti öllum nemendum.
Þetta vandamál er greinilega ekki séríslenskt ef marka má fréttatilkynningu um norsku bókina Høyt spill om samspill: Høyt spill om samspill - Å snu vanskelige klasser er den første boka i Norge som tar opp hvordan slike kriser kan løses. Også internasjonalt er slik litteratur mangelvare.
Ónefnd framákona í skólamálum hérlendis fitjar upp á trýnið þegar minnst er á PBS-kerfið, enda um úreltan behaviourisma að ræða. Gott og vel. En kerfið virðist virka. Að vísu er auðvitað hægt að nota tölfræði til að ljúga en fram kemur hjá Jeffrey Sprague að merkjanleg fækkun agavandamála eigi sér stað í þeim skólum sem taka kerfið upp. Skólarnir hérlendis sem riðu á vaðið hafa fundið þetta og fleiri skólar, þar á meðal Klébergsskóli, munu bætast í hópinn á næstu árum.
Af máli dr. Sprague skynja ég að ein mikilvægasta forsendan fyrir því að PBS-kerfið gefi góða raun sé að kennarar séu samstíga í notkun þess. Þarna get ég tekið undir og minnist þess með hryllingi hversu oft kennarar og skólaliðar voru ekki að framfylgja sömu reglum, sem auðvitað gróf undan virðingu nemenda fyrir skólanum, reglum hans og starfsfólki.
Af þessu dreg ég þá ályktun að eigi skólasamfélag við agavandamál að stríða sé algerlega nauðsynlegt að tekið sé á þeim með þeim hætti að allir séu að róa í sömu átt. Það tel ég eiga við hvort sem um PBS eða annað kerfi er að ræða.
En er það hægt í póstmódernísku skólaumhverfi? Getur skóli í dag verið svo miðstýrður að allir kennarar verði að sameinast um það að noti ekki gsm-síma/húfu/i-pod/tyggjó í tíma? Ekki heldur Edda Kjartansdóttir í grein sinni í Netlu. Og ég er sammála, enda spyr ég mig enn þann dag í dag: Af hverju má Siggi ekki vera með húfu á hausnum? Og hversu stórt hlutfall hverrar kennslustundar hjá mér þarf að fara í að þrátta við Alexander um það hvort hann eigi að fara úr skónum?
Ef nám á að vera samræða en ekki einræða verður hver kennari að fá að móta sín samskipti við nemendur út frá sínu eigin gildismati, sinni eigin skynjun á því hvað er viðeigandi og hvað er óásættanlegt, en þá rekur einhver upp ramakvein: ...þurfa skýr skilaboð!!! En geta skilaboðin ekki verið skýr á þennan hátt: Ég kippi mér ekki upp við þessa hegðun en þú veist að hún Unnur mun gera það?
Þarna notaði ég (tilbúið) kvenmannsnafn í fyrsta sinn? Hvers vegna? Vegna þess að í þetta sinn var tilbúna persónan kennari. Nemendurnir með agavandamálin (og greiningarnar) eru strákar. Það er kannski ekki skrýtið þegar haft er í huga að aðeins fjórði hver kennari er karlkyns (og hugsanlega enn færri á yngsta stigi?), pabbi annaðhvort fluttur að heiman eða alltaf að vinna, og fyrsti karlmaðurinn sem strákar hafa einhver samskipti við er löggan.
Það er því ljóst að skólinn þarf að koma til móts við stráka svo þeim líði betur í skólanum. Ekki er víst að það sé auðvelt þegar 75% kennara eru konur en fjölbreyttari kennsluaðferðir ættu að hjálpa. Ofuráhersla á bóklegt stagl er líklega komið til að vera þótt mörgum lítist illa á þá þróun.
Hins vegar líta skólarnir svo á að öll tilvera þeirra byggist á árangri tíunda bekkjar í samræmdum prófum og þetta litar auðvitað skólastarfið á unglingastigi. Því leiðist strákunum og þeim hættir frekar til að lenda upp á kant við kennara og skólastjórnendur. Þeir skapa sér sínar eigin forsendur fyrir sjálfsmynd sinni, líta á námið sem tilgangslaust og duglega nemendur sem nörda.
<< Home