5. Gefðu þér góða stund til að skoða vef Kennarasambands Íslands. Hvaða mál eru efst á baugi hjá kennarastéttinni um þessar mundir?
Inngangur að kennslufræði
Leiðarbókarverkefni 4
2. október
Heimasíða KÍ er ekki í grundvallaratriðum frábrugðin heimasíðum annarra stéttarfélaga. Kjaramál, ýmis námskeið og ráðstefnur, fundargerðir og upplýsingar um orlofshús er það sem fyrst ber fyrir augu. Til gamans opnaði ég heimasíðu Eflingar í því skyni að gera samanburð og rakst þar á upplýsingar um lesblindunámskeið fyrir fullorðna. Ekki gat ég séð að lesblinda væri í umræðunni hjá kennurum en ýmis önnur mál svo sem notkun upplýsingatækni í sérkennslu, fjölmenning í skólum og málefni fatlaðra eru öll í deiglunni. Greinilegt er að reynt er að koma til móts við kennara í breytilegu starfsumhverfi en eins og ég hef áður minnst á er þetta spurning um hvenær maður byrgir brunninn.
Ég skal fúslega viðurkenna að ég saknaði umræðu um kennslu á vef kennarafélagsins. Námskeið og málþing um ýmis úrræði, þetta er allt gott og blessað, en ég get ekki séð að KÍ sé vettvangur fyrir kennara að ræða um fag sitt, aðferðir, strauma og stefnur.
Umræða milli kennara er ekki eins lífleg og maður kannski hefði haldið, amk ekki ef maður heldur sig við vef KÍ. Þegar litið er inn hjá Félagi Framhaldsskólakennara kemur annað hljóð í strokkinn.
Eitt umræðuefni er greinilega heitara en önnur, en það er stytting framhaldsskólanáms. Það er kannski ekki skrýtið því þarna er vegið að starfsöryggi félaga, það segir sig sjálft að stytting náms þýðir fækkun stöðugilda.
Ég hef ekki mikið verið að velta þessu fyrir mér, ef ég á að segja eins og er. Þó veit ég að til stendur að taka allt skólakerfið til róttækrar endurskoðunar í því skyni að gera það sveigjanlegra, betur í stakk búið að mæta breyttum tímum – og síðast en ekki síst, að það skili vinnuafli fyrr út á markaðinn. Að sjálfsögðu hef ég fulla trú á því að þjóðarhagur til lengri tíma vaki fyrir þeim sem taka þessar ákvarðanir.
En sem verðandi kennari er mér nú eiginlega skylt að kynna mér þessi áform. Svo ég smelli á krækju sem vísar á 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra.
Og eftir að hafa lesið 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra er ég ekki margs vísari. Það er nefnilega skrifað á hinu torskilda tungumáli pólitísku, sem líður fyrir það að allar staðhæfingar eru svo lítt hnitmiðaðar að lítinn skilning er hægt að leggja í þær.
Og það er hálf fyndið að orðið “efling” kemur fyrir oftar í samkomulaginu en á heimasíðu verkamannafélagsins.
Það á að efla kennaramenntun, endurmenntun kennara, verk- og starfsnám, almennu brautina og námsefnisgerð.
En hvað er þá eftir? Hvað er nefnt í samkomulaginu sem á ekki að efla? Sjálft námið.
Síðasti punkturinn vakti mikla kátínu hjá mér: Aðilar vinna saman að því að starf kennara og starfsumhverfi verði aðlaðandi og eftirsóknarvert.
Aðilar? Ég veit um einn aðila sem gæti hér gert gagn. Hann heitir Árni og vinnur í Arnarhváli. En þessi punktur er eins merkingarsnauður og hugsast getur.
Og framhaldsskólakenarar eru auðvitað brjálaðir. Stjórn FF kom að gerð samkomulagsins og hefur sent frá sér ályktun þar sem hún greinir frá þeim miklu væntingum sínum að staðið verði við samkomulagið. Kennarafélögin í skólunum eru ekki jafn bjartsýn. Þau “mótmæla ... hafna ... harma ... og vara við,” þeim finnst “margt óljóst” (virkilega?) eða “samkomulagið fullkomlega marklaust.” Í einum skóla spyrja menn sig hvort hagsmunum þeirra sé “best borgið innan KÍ?” og í öðrum, og hér sér maður hve gríðarlegu innsæi kennarar geta búið yfir, að “orð ráðherra benda til þess að búið sé að ákveða að stytta framhaldsskólann.”
Já, halda menn það? Getur það hugsast að ráðherra sé bara búin að ákveða þetta?
Leiðarbókarverkefni 4
2. október
Heimasíða KÍ er ekki í grundvallaratriðum frábrugðin heimasíðum annarra stéttarfélaga. Kjaramál, ýmis námskeið og ráðstefnur, fundargerðir og upplýsingar um orlofshús er það sem fyrst ber fyrir augu. Til gamans opnaði ég heimasíðu Eflingar í því skyni að gera samanburð og rakst þar á upplýsingar um lesblindunámskeið fyrir fullorðna. Ekki gat ég séð að lesblinda væri í umræðunni hjá kennurum en ýmis önnur mál svo sem notkun upplýsingatækni í sérkennslu, fjölmenning í skólum og málefni fatlaðra eru öll í deiglunni. Greinilegt er að reynt er að koma til móts við kennara í breytilegu starfsumhverfi en eins og ég hef áður minnst á er þetta spurning um hvenær maður byrgir brunninn.
Ég skal fúslega viðurkenna að ég saknaði umræðu um kennslu á vef kennarafélagsins. Námskeið og málþing um ýmis úrræði, þetta er allt gott og blessað, en ég get ekki séð að KÍ sé vettvangur fyrir kennara að ræða um fag sitt, aðferðir, strauma og stefnur.
Umræða milli kennara er ekki eins lífleg og maður kannski hefði haldið, amk ekki ef maður heldur sig við vef KÍ. Þegar litið er inn hjá Félagi Framhaldsskólakennara kemur annað hljóð í strokkinn.
Eitt umræðuefni er greinilega heitara en önnur, en það er stytting framhaldsskólanáms. Það er kannski ekki skrýtið því þarna er vegið að starfsöryggi félaga, það segir sig sjálft að stytting náms þýðir fækkun stöðugilda.
Ég hef ekki mikið verið að velta þessu fyrir mér, ef ég á að segja eins og er. Þó veit ég að til stendur að taka allt skólakerfið til róttækrar endurskoðunar í því skyni að gera það sveigjanlegra, betur í stakk búið að mæta breyttum tímum – og síðast en ekki síst, að það skili vinnuafli fyrr út á markaðinn. Að sjálfsögðu hef ég fulla trú á því að þjóðarhagur til lengri tíma vaki fyrir þeim sem taka þessar ákvarðanir.
En sem verðandi kennari er mér nú eiginlega skylt að kynna mér þessi áform. Svo ég smelli á krækju sem vísar á 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra.
Og eftir að hafa lesið 10 punkta samkomulag KÍ og menntamálaráðherra er ég ekki margs vísari. Það er nefnilega skrifað á hinu torskilda tungumáli pólitísku, sem líður fyrir það að allar staðhæfingar eru svo lítt hnitmiðaðar að lítinn skilning er hægt að leggja í þær.
Og það er hálf fyndið að orðið “efling” kemur fyrir oftar í samkomulaginu en á heimasíðu verkamannafélagsins.
Það á að efla kennaramenntun, endurmenntun kennara, verk- og starfsnám, almennu brautina og námsefnisgerð.
En hvað er þá eftir? Hvað er nefnt í samkomulaginu sem á ekki að efla? Sjálft námið.
Síðasti punkturinn vakti mikla kátínu hjá mér: Aðilar vinna saman að því að starf kennara og starfsumhverfi verði aðlaðandi og eftirsóknarvert.
Aðilar? Ég veit um einn aðila sem gæti hér gert gagn. Hann heitir Árni og vinnur í Arnarhváli. En þessi punktur er eins merkingarsnauður og hugsast getur.
Og framhaldsskólakenarar eru auðvitað brjálaðir. Stjórn FF kom að gerð samkomulagsins og hefur sent frá sér ályktun þar sem hún greinir frá þeim miklu væntingum sínum að staðið verði við samkomulagið. Kennarafélögin í skólunum eru ekki jafn bjartsýn. Þau “mótmæla ... hafna ... harma ... og vara við,” þeim finnst “margt óljóst” (virkilega?) eða “samkomulagið fullkomlega marklaust.” Í einum skóla spyrja menn sig hvort hagsmunum þeirra sé “best borgið innan KÍ?” og í öðrum, og hér sér maður hve gríðarlegu innsæi kennarar geta búið yfir, að “orð ráðherra benda til þess að búið sé að ákveða að stytta framhaldsskólann.”
Já, halda menn það? Getur það hugsast að ráðherra sé bara búin að ákveða þetta?
<< Home