7. Tengdu hugmyndir Aðalnámskrár við þá námskrá sem líklegast er að þú notir þegar þú byrjar kennslu (eða veldu námskrá sem þér þykir ögrandi).
Hvaða námskrá er líklegast að ég noti þegar ég byrja kennslu? Væntanlega verður um að ræða aðalnámskrá grunnskóla í ensku, að minnsta kosti fyrsta kennsluveturinn. Hins vegar langar mig að draga inn í þessa umræðu fyrirbærið “tilvistargreind” og velta vöngum yfir möguleikum hennar í tungumálakennslu.
Lítum aðeins á námskrána. Í aðalnámskrá grunnskóla segir:
“Meginmarkmið náms í erlendum tungumálum í grunnskóla er að nemendur geti notfært sér kunnáttu sína til að afla sér þekkingar, eiga samskipti og geta miðlað upplýsingum um sig og umhverfi sitt.”
Þetta stendur hérna.
Í framhaldsskólunum er markið eðlilega sett eilítið hærra og ég læt það fljóta hér með:
“Tungumálanámi í framhaldsskólum er ætlað að auka alhliða færni nemenda í erlendum tungumálum. Það er því ekki talið nægilegt að geta lesið málið, geta skrifað bundinn texta, ráða yfir tilteknum orðaforða og kunna málfræðireglur utanað. Eigi nemendur að geta notað erlenda málið til tjáskipta þurfa málnotendur að hafa færni og þekkingu á fleiri sviðum.”
Og þetta er hér.
Ekki þarf að fjölyrða hér um mikilvægi enskukunnáttu fyrir nútímamanninn. Enska er og mun verða í fyrirsjáanlegri framtíð alþjóðamál á öllum sviðum, hvort sem það eru vísindi, stjórnmál, listir og afþreying, fréttaflutningur, menntamál – öll flóra vitsmunalegrar umræðu í heiminum fer að mestu leyti fram á ensku. Því eru þessi markmið eins og þau eru sett fram bæði skiljanleg og viðeigandi að mínu mati.
Hvað varðar kennsluaðferðir segir um grunnskóla:
“Til þess að ná markmiðum málanáms er mikilvægt að beita mismunandi kennsluaðferðum, bæði einstaklingsmiðuðum og samvinnunámi.”
Og nefndir eru hlutir á borð við upplýsingatækni, samskiptareglur, ferilsverkefni og þemaverkefni. Viðfangsefni sem þykja við hæfi grunnskólabarna eru meðal annarra vetraríþróttir og störf fyrir unglinga. Hér er ekki annað að sjá en að grundvallarmarkmiðið um að nemendur tileinki sér færni í samskiptum og samvinnu séu höfð að leiðarljósi. En skyldi kennaraefnið sem þetta skrifar vera fær um slíkt?
Kannski væri ráð að fantasera aðeins. Kíktu aðeins með mér hingað!
Þarna er hægt að kanna sjálfan sig á einfaldan og fljótlegan hátt, sem ég og gerði. Niðurstaðan kom mér nokkuð á óvart, ekki svo að skilja að ég hafi gert mér aðrar hugmyndir fyrirfram, en ég fann ekki fyrir því meðan ég svaraði þessum spurningum að það hallaði á eitt viðhorf umfram önnur. Niðurstaðan varð hinsvegar mjög afgerandi og það kom á daginn að ég er (eða var, daginn sem ég tók þessa könnun) mjög svo vilhallur undir þá speki sem lýst er svona:
· Social interaction. This group of methods aims at building learning communities and purports to develop productive ways of interacting in a democratic setting.
Í lýðræðisþjóðfélagi semsagt. Gott og vel. Ekki verður fram hjá því litið að mikið er hamrað á því í aðalnámskrá að markmiðið sé að gera nemendum kleift að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Þegar um kennslu erlends tungumáls er að ræða hlýtur sú vídd að bætast við dæmið að verið sé að búa nemendur undir þátttöku í alþjóðasamfélaginu. Það liggur í augum uppi að enska kemur í góðar þarfir ef eiga á samskipti við útlendinga. En er það nóg að kenna nemendum að gera sig skiljanlega á þessu alþjóðamáli?
Væri ekki réttara að segja að nauðsynlegt sé að kenna nemendum að hugsa? Því hvað stoðar það að geta komið frá sér óbilaðri setningu á ensku ef ekki liggur heil hugsun á bak við það sem sagt er? Til þess að hafa eitthvað fram að færa í samfélagi þjóðanna er ekki nóg að kunna fullt af orðum og málfræðireglum á ensku (þótt það skaði nú ekki, Valgerður!) – maður þarf að hafa eitthvað fram að færa.
Þetta telst ekki enn fullgild greind en veltum fyrir okkur möguleikunum að nýta hana í kennslu!
Er hægt að hugsa sér göfugra markmið fyrir enskukennslu en að fá nemendur til að velta fyrir sér og ræða sín á milli spurningar sem snerta tilgang lífsins?
Tungumálakennsla hlýtur alltaf að miða að því að þjálfa nemendur í að tjá sig. Ef hægt væri að örva hugsun nemendanna um þessar djúpu spurningar hlýtur það að verða til þess að tjáskiptin verði innihaldsríkari en fjas um hvort beygja á til hægri eða vinstri til að komast á pósthúsið, eða hvað?
Samþætting greina er jú í tísku, hvað með að samþætta ensku og heimspeki?
Í grunnskólum er óvíða stefnt að svo háfleygum markmiðum að enskunám snúist um grundvallarspurningar um lífið og tilveruna. Frekar virðist vera stefnt að því að nemendur þekki nöfn hinna ýmsustu dýrategunda, hljóðfæra, húsgagna og auðvitað óreglulegra sagnorða. Stóridómur í námsmati grunnskóla gengur svo að miklu leyti út á að nemendur tjái sig skriflega um það sem á daga þeirra drífur – ritunarverkefni á samræmdu prófi í ensku snúast yfirleitt um popptónleika og hunda sem týnast. Restin er svo krossaspurningar. Það er því óvíst að það skili góðum samræmdaprófseinkunnum að höfða til tilvistargreindar nemenda í enskukennslu.
En það sem ég er hér að velta fyrir mér er hvort það verði ekki hvetjandi fyrir nemendur að þeir velti fyrir sér hvað það þýðir að lifa á jörðinni. Að mínu viti er forvitni um slíka hluti öllum mönnum eðlislæg og um leið er afstaða hvers og eins einstaklings til þeirra að mörgu leyti einstök. Því má leiða að því líkur að umræður yrðu fjörugri og frjórri um þessi efni en mörg önnur.
Ég tek nokkur dæmi um viðfangsefni, annars vegar úr aðalnámskrá grunnskóla, en hins vegar úr bókinni “The complete M.I. book” eftir Spencer og Miguel Kagan (Kagan Co-operative learning 1998). Dæmi svo hver fyrir sig.
Unglingamenning
“Only a life lived for others is a life worthwhile.” – Albert Einstein
Nám og störf
“We know the truth, not only by the reason, but by the heart.” – Blaise Pascal
Málaskólar
“Love your enemies, bless them that curse you; do good to them that hate you.” – Jesus Christ
Vasapeningar
“A man’s true wealth hereafter is the good that he does in this world for his fellow man.” – Mohammed
Ferðalög
“He is richest who is content with the least; for content is the wealth of nature.” – Socrates
Kvikmyndir
“Love is God; that is the only God that I really recognize. Love equals God.” – Mahatma Gandhi
Íþróttir
“What you do not want done to yourself, do not do to others.” – Confucius
Lítum aðeins á námskrána. Í aðalnámskrá grunnskóla segir:
“Meginmarkmið náms í erlendum tungumálum í grunnskóla er að nemendur geti notfært sér kunnáttu sína til að afla sér þekkingar, eiga samskipti og geta miðlað upplýsingum um sig og umhverfi sitt.”
Þetta stendur hérna.
Í framhaldsskólunum er markið eðlilega sett eilítið hærra og ég læt það fljóta hér með:
“Tungumálanámi í framhaldsskólum er ætlað að auka alhliða færni nemenda í erlendum tungumálum. Það er því ekki talið nægilegt að geta lesið málið, geta skrifað bundinn texta, ráða yfir tilteknum orðaforða og kunna málfræðireglur utanað. Eigi nemendur að geta notað erlenda málið til tjáskipta þurfa málnotendur að hafa færni og þekkingu á fleiri sviðum.”
Og þetta er hér.
Ekki þarf að fjölyrða hér um mikilvægi enskukunnáttu fyrir nútímamanninn. Enska er og mun verða í fyrirsjáanlegri framtíð alþjóðamál á öllum sviðum, hvort sem það eru vísindi, stjórnmál, listir og afþreying, fréttaflutningur, menntamál – öll flóra vitsmunalegrar umræðu í heiminum fer að mestu leyti fram á ensku. Því eru þessi markmið eins og þau eru sett fram bæði skiljanleg og viðeigandi að mínu mati.
Hvað varðar kennsluaðferðir segir um grunnskóla:
“Til þess að ná markmiðum málanáms er mikilvægt að beita mismunandi kennsluaðferðum, bæði einstaklingsmiðuðum og samvinnunámi.”
Og nefndir eru hlutir á borð við upplýsingatækni, samskiptareglur, ferilsverkefni og þemaverkefni. Viðfangsefni sem þykja við hæfi grunnskólabarna eru meðal annarra vetraríþróttir og störf fyrir unglinga. Hér er ekki annað að sjá en að grundvallarmarkmiðið um að nemendur tileinki sér færni í samskiptum og samvinnu séu höfð að leiðarljósi. En skyldi kennaraefnið sem þetta skrifar vera fær um slíkt?
Kannski væri ráð að fantasera aðeins. Kíktu aðeins með mér hingað!
Þarna er hægt að kanna sjálfan sig á einfaldan og fljótlegan hátt, sem ég og gerði. Niðurstaðan kom mér nokkuð á óvart, ekki svo að skilja að ég hafi gert mér aðrar hugmyndir fyrirfram, en ég fann ekki fyrir því meðan ég svaraði þessum spurningum að það hallaði á eitt viðhorf umfram önnur. Niðurstaðan varð hinsvegar mjög afgerandi og það kom á daginn að ég er (eða var, daginn sem ég tók þessa könnun) mjög svo vilhallur undir þá speki sem lýst er svona:
· Social interaction. This group of methods aims at building learning communities and purports to develop productive ways of interacting in a democratic setting.
Í lýðræðisþjóðfélagi semsagt. Gott og vel. Ekki verður fram hjá því litið að mikið er hamrað á því í aðalnámskrá að markmiðið sé að gera nemendum kleift að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Þegar um kennslu erlends tungumáls er að ræða hlýtur sú vídd að bætast við dæmið að verið sé að búa nemendur undir þátttöku í alþjóðasamfélaginu. Það liggur í augum uppi að enska kemur í góðar þarfir ef eiga á samskipti við útlendinga. En er það nóg að kenna nemendum að gera sig skiljanlega á þessu alþjóðamáli?
Væri ekki réttara að segja að nauðsynlegt sé að kenna nemendum að hugsa? Því hvað stoðar það að geta komið frá sér óbilaðri setningu á ensku ef ekki liggur heil hugsun á bak við það sem sagt er? Til þess að hafa eitthvað fram að færa í samfélagi þjóðanna er ekki nóg að kunna fullt af orðum og málfræðireglum á ensku (þótt það skaði nú ekki, Valgerður!) – maður þarf að hafa eitthvað fram að færa.
Þetta telst ekki enn fullgild greind en veltum fyrir okkur möguleikunum að nýta hana í kennslu!
Er hægt að hugsa sér göfugra markmið fyrir enskukennslu en að fá nemendur til að velta fyrir sér og ræða sín á milli spurningar sem snerta tilgang lífsins?
Tungumálakennsla hlýtur alltaf að miða að því að þjálfa nemendur í að tjá sig. Ef hægt væri að örva hugsun nemendanna um þessar djúpu spurningar hlýtur það að verða til þess að tjáskiptin verði innihaldsríkari en fjas um hvort beygja á til hægri eða vinstri til að komast á pósthúsið, eða hvað?
Samþætting greina er jú í tísku, hvað með að samþætta ensku og heimspeki?
Í grunnskólum er óvíða stefnt að svo háfleygum markmiðum að enskunám snúist um grundvallarspurningar um lífið og tilveruna. Frekar virðist vera stefnt að því að nemendur þekki nöfn hinna ýmsustu dýrategunda, hljóðfæra, húsgagna og auðvitað óreglulegra sagnorða. Stóridómur í námsmati grunnskóla gengur svo að miklu leyti út á að nemendur tjái sig skriflega um það sem á daga þeirra drífur – ritunarverkefni á samræmdu prófi í ensku snúast yfirleitt um popptónleika og hunda sem týnast. Restin er svo krossaspurningar. Það er því óvíst að það skili góðum samræmdaprófseinkunnum að höfða til tilvistargreindar nemenda í enskukennslu.
En það sem ég er hér að velta fyrir mér er hvort það verði ekki hvetjandi fyrir nemendur að þeir velti fyrir sér hvað það þýðir að lifa á jörðinni. Að mínu viti er forvitni um slíka hluti öllum mönnum eðlislæg og um leið er afstaða hvers og eins einstaklings til þeirra að mörgu leyti einstök. Því má leiða að því líkur að umræður yrðu fjörugri og frjórri um þessi efni en mörg önnur.
Ég tek nokkur dæmi um viðfangsefni, annars vegar úr aðalnámskrá grunnskóla, en hins vegar úr bókinni “The complete M.I. book” eftir Spencer og Miguel Kagan (Kagan Co-operative learning 1998). Dæmi svo hver fyrir sig.
Unglingamenning
“Only a life lived for others is a life worthwhile.” – Albert Einstein
Nám og störf
“We know the truth, not only by the reason, but by the heart.” – Blaise Pascal
Málaskólar
“Love your enemies, bless them that curse you; do good to them that hate you.” – Jesus Christ
Vasapeningar
“A man’s true wealth hereafter is the good that he does in this world for his fellow man.” – Mohammed
Ferðalög
“He is richest who is content with the least; for content is the wealth of nature.” – Socrates
Kvikmyndir
“Love is God; that is the only God that I really recognize. Love equals God.” – Mahatma Gandhi
Íþróttir
“What you do not want done to yourself, do not do to others.” – Confucius
<< Home