10. Íhugaðu eftirfarandi spurningar og svaraðu þeim eftir bestu getu án þess að leita „réttra“ svara.
Hvað er skilningur?
Skilningur er það að skilja, botna í, næmleikur, greind, dómgreind. Hann er hæfileikinn til að beita þekkingu við nýjar aðstæður. Í tungumálanámi er skilningur einnig færnin að heyra eða lesa eitt eða fleiri orð og tengja við samsvarandi merkingu á móðurmálinu.
Hvernig prófum við skilning?
Við prófum skilning einna helst með því að leggja verkefni fyrir nema og fylgjast með því hvernig hann leysir það. Hefðbundin próf eru illa til þess fallin að mæla skilning.
Hvað getur hindrað skilning?
Slæmar útskýringar, áhugaleysi, skortur á tengingu við raunveruleikann.
Hvernig á að kenna til skilnings?
Vekja áhuga, leggja fyrir fjölbreytt verkefni sem nemendur sjá tilgang með og veita þeim sífellda endurgjöf í formi mats og nýrra verkefna sem eru meira krefjandi og bjóða upp á tækifæri til að beita nýfengnum skilningi.
Er munur á því að læra eitthvað og skilja það?
Grundvallarmunur. Vísan um óákveðnu fornöfnin, regla Pýþagórasar, landnámið (874) - kristnitakan (1000) - siðskiptin (1550) - fæddur Jón Sigurðsson (1811), vömb-keppur-laki-vinstur. Þetta er allt hægt að kunna án þess að skilja það.
Skilningur er það að skilja, botna í, næmleikur, greind, dómgreind. Hann er hæfileikinn til að beita þekkingu við nýjar aðstæður. Í tungumálanámi er skilningur einnig færnin að heyra eða lesa eitt eða fleiri orð og tengja við samsvarandi merkingu á móðurmálinu.
Hvernig prófum við skilning?
Við prófum skilning einna helst með því að leggja verkefni fyrir nema og fylgjast með því hvernig hann leysir það. Hefðbundin próf eru illa til þess fallin að mæla skilning.
Hvað getur hindrað skilning?
Slæmar útskýringar, áhugaleysi, skortur á tengingu við raunveruleikann.
Hvernig á að kenna til skilnings?
Vekja áhuga, leggja fyrir fjölbreytt verkefni sem nemendur sjá tilgang með og veita þeim sífellda endurgjöf í formi mats og nýrra verkefna sem eru meira krefjandi og bjóða upp á tækifæri til að beita nýfengnum skilningi.
Er munur á því að læra eitthvað og skilja það?
Grundvallarmunur. Vísan um óákveðnu fornöfnin, regla Pýþagórasar, landnámið (874) - kristnitakan (1000) - siðskiptin (1550) - fæddur Jón Sigurðsson (1811), vömb-keppur-laki-vinstur. Þetta er allt hægt að kunna án þess að skilja það.
<< Home