12. Hvað hugnast þér best í hugmyndum um einstaklingsmiðað nám og hvaða annmarka sérðu helst?
Ég velti því fyrir mér hvort það sé rétt að nemendahópar í upphafi 21. aldar séu misleitari en til dæmis þegar ég var barn. Svarið virðist augljóst. Í mínum bekk í Melaskóla var einn útlendingur í mínum útskriftarárgangi. Langflestir í bekknum höfðu gengið í Melaskóla frá sex ára aldri, aðeins örfáir höfðu bæst í hópinn. Meirihlutinn bjó hjá báðum foreldrum sínum. Kennarinn las fyrir okkur úr bókinni “Punktur, punktur, komma, strik” og við könnuðumst öll við þá menningu sem sagan var sprottin úr, því hún var okkar menning.
Nútíminn er ekki svona. Nýlega heimsótti ég grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem nýr nemandi var að bætast í hópinn. Hann var níu eða tíu ára og talaði ekki bofs í íslensku. Enginn pólskumælandi starfaði við skólann og var nokkur vandræðagangur með drenginn. Skrambi hefur Ísland breyst!
Gerður G. Óskarsdóttir fjallar um það í "Skólastarfi á nýrri öld" að hnattvæðingin teygi arma sína inn í íslenska skólakerfið (bls. 5). Að vísu nefnir hún helst aukin tölvusamskipti milli landa auk breytinga á kröfum atvinnulífsins. Raunin hér á klakanum þessi misserin er önnur. Við erum að iðnvæðast eins og það sé árið 1844 og við séum stödd í Rochdale. Og til að mæta kröfum vinnumarkaðarins höfum við opnað landið fyrir hinum nýju meðlimum Evrópusambandsins sem streyma hingað í þúsundatali. Breytingarnar eru því að gerast hraðar en Gerður gerði e.t.v. ráð fyrir árið 2002. Í raun má segja að hún hafi haft réttara fyrir sér en hún vissi sjálf.
En svo við snúum okkur að íslenska skólakerfinu í heild, en ekki bara þessari vídd þess; það er engin ný bóla að nemendur séu misjafnir, en sennilega er stöðug þróun í átt til aukinnar fjölbreytni. Því ber að fagna. Viðleitni til þess að framleiða eins þjóðfélagsþegna er ekki það sem koma skal. Ekki er ég viss um hvort það gerði mér gott í æsku að læra að ganga í þögulli röð, rétta upp hönd ef mér lá eitthvað á hjarta (eða þvagblöðru) og vera rekinn út í frímínútur hvernig sem viðraði. En sú tegund skóla sem ég gekk í var afurð iðnbyltingarinnar. Nú hefur þekkingarbyltingin fært okkur nýja veröld og nýjar kröfur. Við þurfum ekki að framleiða hlýðið verksmiðjustarfsfólk. Við flytjum það inn svo við getum sjálf fengist við hönnun.
Við vitum sem sagt að nemendur eru einstaklingar. Við vitum að þeirra bíður framtíð sem mun gera ólíkar kröfur til þeirra, allt aðrar kröfur en fortíðin gerði til okkar. Og við vitum að skólinn... þarf? verður? er skyldur til? (sbr. aðalnámskrá grunnskóla 1999) ...að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Látum okkur nægja að segja að það væri óskandi, nemendanna vegna, að hann geri það. Björninn er ekki unninn, en skólakerfið er vonandi á réttri leið.
Áhugi er grundvöllur náms, eins og vitað var í Fossvogsskóla 1971. Vanabundin rútína er andstæða þess. Fjölbreytni og val eru hvetjandi og nám á sér varla stað ef viðfangsefnin skipta nemendur ekki einhverju máli. Ef litið er á skóla sem hefur tekist að bjóða upp á þetta (til dæmis Hallormsstaðaskóla, eins og Sif kynnti starf hans fyrir okkur á Klébergi 2005) eru nemendur efalítið ánægðari og fúsari að læra.
Lítum á dæmi sem gæti sýnt hvernig fjölbreytni í námi virkar hvetjandi.Þegar ég tók að mér kennslu samfélagsgreina í unglingadeild sl. vetur þurfti ég snemma að kenna nemendum að lesa á landakort. Hér er hægt að gera samanburð, því í tíunda bekk var ég skikkaður til að rifja upp fyrir samræmdu prófin og gerði það með gamaldags töflukennslu. Í áttunda og níunda bekk bjó ég hins vegar til ratleik, þar sem nemendur fengu ýmiskonar verkefni sem kröfðust þess að þeir leituðu í kortabókum, á hnattlíkani eða notuðu Google Earth. Ég læt lesandanum eftir að giska á hvor hópurinn náði betri tökum á landakortum.
En eru ljón í veginum?
Ímyndum okkur skóla þar sem nýlega hefur verið skipt um stjórnarteymi. Gamli skólastjórinn er kominn á eftirlaun eftir áratuga starf, nýr kominn í staðinn og hefur ákveðið að fá með sér samstarfsfólk með svipaðar hugmyndir og hann sjálfur. Þetta nýja stjórnunarteymi, segjum skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og nokkrir deildarstjórar, eru fullir af ferskum hugmyndum og vilja leiða skólann inn í framtíðarsýn sína.
Geta þeir breytt skólanum á einni nóttu? Tæpast. Þótt skólastjórinn hafi lesið Cziksentmihalyi og vilji að allar kennslulotur séu 80 mínútur í stað 40 verður hann fyrst að sjá til þess að kennarar og nemendur skilji hver sé tilgangurinn með þeirri breytingu. Og sama er uppi á teningnum ef hann vill taka upp samkennslu árganga.
Kennarar verða að vera sammála og samstíga um breytingar, og jafnmikilvægt er að þeir fái að vera sjálfum sér trúir, að kenna eins og þeim hentar eða þykir best. Ég hef heyrt frá skólastjóra í Reykjavík að það hafi í raun tekið þrjú ár að koma einstaklingsmiðun á koppinn, oft hafi komið upp vandamál eða ágreiningur en með styrkri og heiðarlegri stjórn hafi þetta tekist.
Ekki hef ég handbærar tölur um nýliðun í kennarastétt, en það er nokkuð ljóst að kennari þarf að þekkja nemendur sína til þess að geta einstaklingsmiðað nám þeirra. Þeir þurfa að geta valið viðfangsefni, annað hvort með þeim eða handa þeim, sem henta hverjum og einum. Það er ekki nóg að ákveða að Siggi og Nonni þurfi léttara efni í dönsku vegna þess hve getulitlir þeir séu. Samt hef ég orðið vitni að slíkum vinnubrögðum, meira að segja gerst sekur um þau sem nýliði, enda þekkti ég ekki nemendur á þeim tíma.
Haustið 1971 tók Fossvogsskóli til starfa. Ekki get ég sagt að ég þekki nokkurn skapaðan hlut til hans, en þær áherslur sem taldar eru upp í grein prófessor Ingvars Sigurgeirssonar hljóma afar kunnuglega í eyrum mínum, enda hef ég nokkuð fylgst með umræðunni um einstaklingsmiðað nám undanfarin misseri. Hugmyndir sem byrjað var að gera tilraunir með fyrir aldarþriðjungi er enn við lýði og ýmsir skólar eru að gera flotta hluti. Ég kynntist eins og áður sagði lítillega starfi Hallormsstaðaskóla en þáverandi skólastjóri þar er nú í Norðlingaskóla, sem einnig er spennandi skóli. Marga fleiri mætti nefna. Á 35 ára tímabili hafa því svipaðar hugmyndir verið að gerjast í íslenskum skólum, en hugsanlega er það nýlunda að beinlínis sé mótuð stefna hjá yfirvöldum að allir skulu róa í þessa átt. Ekki er víst að fengist hefði fjárveiting til þess að fá speking á borð við Carol Ann Tomlinson til landsins fyrir tveimur áratugum svo sem flestir kennarar gætu kynnst þeim hugmyndum sem efstar voru á baugi á þeim tíma. Það er gleðiefni að skýr stefnumörkun skuli vera orðin til, en að sama skapi hef ég nokkrar áhyggjur af því að hér skapist millibilsástand (eins og það sem ég lýsti hér að ofan) meðan unnið er að því að 1) framleiða nýja kennara sem þekkja til þessara hugmynda, 2) þjálfa starfandi kennara í nýjum aðferðum. Því ég er viss um að margir starfandi kennarar hafa lítið breytt sínum aðferðum, jafnvel síðustu 40 ár.
Ef litið er á samanburð Ingvars á stefnumörkun Reykjavíkur, Fossvogsskóla og Carol Ann kemur nokkuð fróðlegt í ljós. Í grein sinni "Um einstaklingsmiðað nám, opinn skóla og fleiri hugtök" setur hann þetta upp í töflu á bls. 23 og kemur þar nokkuð áhugavert fram.

Hinn hugmyndafræðilegi grunnur hjá Fossvogsskóla byggir á eldri kenningum en Carol Ann og Gerður gera. Það er hins vegar enn áhugaverðara að sjá að pragmatísk atriði á borð við skóla án aðgreiningar skjóta upp kollinum hjá Gerði meðan Carol Ann er uppteknari af rannsóknum á námsstíl og námsárangri. Enda er önnur fræðimaður en hin stjórnandi.
Áherslur og aðferðir eru margar þær sömu. Alls staðar er talað um ábyrgð nemenda á náminu, umhverfi sem annað hvort skal vera "hvetjandi" eða "fjölbreytt," skapandi eða ögrandi verkefni, samvinnunám er alls staðar nefnt svo og leiðsagnarhlutverk kennara. Gerður hefur að vísu ákveðna sérstöðu í þessum samanburði, eflaust vegna þess hve framarlega Ísland er á sviði tölvu- og upplýsingatækni - vegna smæðar okkar er hægt að nettengja alla skóla á stuttum tíma ólíkt því sem gerist í Bandaríkjunum - því hún leggur ríka áherslu á þessa framtíðarmöguleika.
Ekki verður því annað séð en að hér á landi séu kjöraðstæður til þess að þróa þá kennsluhætti (eða NÁMShætti) sem hér hefur verið fjallað um.
Nútíminn er ekki svona. Nýlega heimsótti ég grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem nýr nemandi var að bætast í hópinn. Hann var níu eða tíu ára og talaði ekki bofs í íslensku. Enginn pólskumælandi starfaði við skólann og var nokkur vandræðagangur með drenginn. Skrambi hefur Ísland breyst!
Gerður G. Óskarsdóttir fjallar um það í "Skólastarfi á nýrri öld" að hnattvæðingin teygi arma sína inn í íslenska skólakerfið (bls. 5). Að vísu nefnir hún helst aukin tölvusamskipti milli landa auk breytinga á kröfum atvinnulífsins. Raunin hér á klakanum þessi misserin er önnur. Við erum að iðnvæðast eins og það sé árið 1844 og við séum stödd í Rochdale. Og til að mæta kröfum vinnumarkaðarins höfum við opnað landið fyrir hinum nýju meðlimum Evrópusambandsins sem streyma hingað í þúsundatali. Breytingarnar eru því að gerast hraðar en Gerður gerði e.t.v. ráð fyrir árið 2002. Í raun má segja að hún hafi haft réttara fyrir sér en hún vissi sjálf.
En svo við snúum okkur að íslenska skólakerfinu í heild, en ekki bara þessari vídd þess; það er engin ný bóla að nemendur séu misjafnir, en sennilega er stöðug þróun í átt til aukinnar fjölbreytni. Því ber að fagna. Viðleitni til þess að framleiða eins þjóðfélagsþegna er ekki það sem koma skal. Ekki er ég viss um hvort það gerði mér gott í æsku að læra að ganga í þögulli röð, rétta upp hönd ef mér lá eitthvað á hjarta (eða þvagblöðru) og vera rekinn út í frímínútur hvernig sem viðraði. En sú tegund skóla sem ég gekk í var afurð iðnbyltingarinnar. Nú hefur þekkingarbyltingin fært okkur nýja veröld og nýjar kröfur. Við þurfum ekki að framleiða hlýðið verksmiðjustarfsfólk. Við flytjum það inn svo við getum sjálf fengist við hönnun.
Við vitum sem sagt að nemendur eru einstaklingar. Við vitum að þeirra bíður framtíð sem mun gera ólíkar kröfur til þeirra, allt aðrar kröfur en fortíðin gerði til okkar. Og við vitum að skólinn... þarf? verður? er skyldur til? (sbr. aðalnámskrá grunnskóla 1999) ...að koma til móts við ólíkar þarfir þeirra. Látum okkur nægja að segja að það væri óskandi, nemendanna vegna, að hann geri það. Björninn er ekki unninn, en skólakerfið er vonandi á réttri leið.
Áhugi er grundvöllur náms, eins og vitað var í Fossvogsskóla 1971. Vanabundin rútína er andstæða þess. Fjölbreytni og val eru hvetjandi og nám á sér varla stað ef viðfangsefnin skipta nemendur ekki einhverju máli. Ef litið er á skóla sem hefur tekist að bjóða upp á þetta (til dæmis Hallormsstaðaskóla, eins og Sif kynnti starf hans fyrir okkur á Klébergi 2005) eru nemendur efalítið ánægðari og fúsari að læra.
Lítum á dæmi sem gæti sýnt hvernig fjölbreytni í námi virkar hvetjandi.Þegar ég tók að mér kennslu samfélagsgreina í unglingadeild sl. vetur þurfti ég snemma að kenna nemendum að lesa á landakort. Hér er hægt að gera samanburð, því í tíunda bekk var ég skikkaður til að rifja upp fyrir samræmdu prófin og gerði það með gamaldags töflukennslu. Í áttunda og níunda bekk bjó ég hins vegar til ratleik, þar sem nemendur fengu ýmiskonar verkefni sem kröfðust þess að þeir leituðu í kortabókum, á hnattlíkani eða notuðu Google Earth. Ég læt lesandanum eftir að giska á hvor hópurinn náði betri tökum á landakortum.
En eru ljón í veginum?
Ímyndum okkur skóla þar sem nýlega hefur verið skipt um stjórnarteymi. Gamli skólastjórinn er kominn á eftirlaun eftir áratuga starf, nýr kominn í staðinn og hefur ákveðið að fá með sér samstarfsfólk með svipaðar hugmyndir og hann sjálfur. Þetta nýja stjórnunarteymi, segjum skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og nokkrir deildarstjórar, eru fullir af ferskum hugmyndum og vilja leiða skólann inn í framtíðarsýn sína.
Geta þeir breytt skólanum á einni nóttu? Tæpast. Þótt skólastjórinn hafi lesið Cziksentmihalyi og vilji að allar kennslulotur séu 80 mínútur í stað 40 verður hann fyrst að sjá til þess að kennarar og nemendur skilji hver sé tilgangurinn með þeirri breytingu. Og sama er uppi á teningnum ef hann vill taka upp samkennslu árganga.
Kennarar verða að vera sammála og samstíga um breytingar, og jafnmikilvægt er að þeir fái að vera sjálfum sér trúir, að kenna eins og þeim hentar eða þykir best. Ég hef heyrt frá skólastjóra í Reykjavík að það hafi í raun tekið þrjú ár að koma einstaklingsmiðun á koppinn, oft hafi komið upp vandamál eða ágreiningur en með styrkri og heiðarlegri stjórn hafi þetta tekist.
Ekki hef ég handbærar tölur um nýliðun í kennarastétt, en það er nokkuð ljóst að kennari þarf að þekkja nemendur sína til þess að geta einstaklingsmiðað nám þeirra. Þeir þurfa að geta valið viðfangsefni, annað hvort með þeim eða handa þeim, sem henta hverjum og einum. Það er ekki nóg að ákveða að Siggi og Nonni þurfi léttara efni í dönsku vegna þess hve getulitlir þeir séu. Samt hef ég orðið vitni að slíkum vinnubrögðum, meira að segja gerst sekur um þau sem nýliði, enda þekkti ég ekki nemendur á þeim tíma.
Haustið 1971 tók Fossvogsskóli til starfa. Ekki get ég sagt að ég þekki nokkurn skapaðan hlut til hans, en þær áherslur sem taldar eru upp í grein prófessor Ingvars Sigurgeirssonar hljóma afar kunnuglega í eyrum mínum, enda hef ég nokkuð fylgst með umræðunni um einstaklingsmiðað nám undanfarin misseri. Hugmyndir sem byrjað var að gera tilraunir með fyrir aldarþriðjungi er enn við lýði og ýmsir skólar eru að gera flotta hluti. Ég kynntist eins og áður sagði lítillega starfi Hallormsstaðaskóla en þáverandi skólastjóri þar er nú í Norðlingaskóla, sem einnig er spennandi skóli. Marga fleiri mætti nefna. Á 35 ára tímabili hafa því svipaðar hugmyndir verið að gerjast í íslenskum skólum, en hugsanlega er það nýlunda að beinlínis sé mótuð stefna hjá yfirvöldum að allir skulu róa í þessa átt. Ekki er víst að fengist hefði fjárveiting til þess að fá speking á borð við Carol Ann Tomlinson til landsins fyrir tveimur áratugum svo sem flestir kennarar gætu kynnst þeim hugmyndum sem efstar voru á baugi á þeim tíma. Það er gleðiefni að skýr stefnumörkun skuli vera orðin til, en að sama skapi hef ég nokkrar áhyggjur af því að hér skapist millibilsástand (eins og það sem ég lýsti hér að ofan) meðan unnið er að því að 1) framleiða nýja kennara sem þekkja til þessara hugmynda, 2) þjálfa starfandi kennara í nýjum aðferðum. Því ég er viss um að margir starfandi kennarar hafa lítið breytt sínum aðferðum, jafnvel síðustu 40 ár.
Ef litið er á samanburð Ingvars á stefnumörkun Reykjavíkur, Fossvogsskóla og Carol Ann kemur nokkuð fróðlegt í ljós. Í grein sinni "Um einstaklingsmiðað nám, opinn skóla og fleiri hugtök" setur hann þetta upp í töflu á bls. 23 og kemur þar nokkuð áhugavert fram.
Hinn hugmyndafræðilegi grunnur hjá Fossvogsskóla byggir á eldri kenningum en Carol Ann og Gerður gera. Það er hins vegar enn áhugaverðara að sjá að pragmatísk atriði á borð við skóla án aðgreiningar skjóta upp kollinum hjá Gerði meðan Carol Ann er uppteknari af rannsóknum á námsstíl og námsárangri. Enda er önnur fræðimaður en hin stjórnandi.
Áherslur og aðferðir eru margar þær sömu. Alls staðar er talað um ábyrgð nemenda á náminu, umhverfi sem annað hvort skal vera "hvetjandi" eða "fjölbreytt," skapandi eða ögrandi verkefni, samvinnunám er alls staðar nefnt svo og leiðsagnarhlutverk kennara. Gerður hefur að vísu ákveðna sérstöðu í þessum samanburði, eflaust vegna þess hve framarlega Ísland er á sviði tölvu- og upplýsingatækni - vegna smæðar okkar er hægt að nettengja alla skóla á stuttum tíma ólíkt því sem gerist í Bandaríkjunum - því hún leggur ríka áherslu á þessa framtíðarmöguleika.
Ekki verður því annað séð en að hér á landi séu kjöraðstæður til þess að þróa þá kennsluhætti (eða NÁMShætti) sem hér hefur verið fjallað um.
<< Home