Forfallakennsla - samanburður á tveim kennslustundum
Starf á vettvangi
Forfallakennsla
2. nóvember
Hópurinn er ENS 202 sem er hægferð með áherslu á málfræði. Fáir nemendur eru mættir, eða aðeins átta talsins. Ég hafði ákveðið að prófa Dictogloss-aðferðina í þessum tima og öðrum tíma í sama áfanga seinna í dag. Í þetta sinn skipti ég nemendum í fjögur pör og læt þau síðan í tvo fjögurra manna hópa í seinni umferðinni. Nemendurir virka áhugasamir og hafa gaman af verkefninu, a.m.k. í fyrstu. Eitt parið er samt ekki að virka, aðeins annar nemandinn er að vinna. Þar sem ég þekki ekki hópinn er best að skipta sér sem minnst af því, það gæti verið að nemandinn eigi erfitt.
Hlé varð á tímanum meðan ég hljóp frá til að ljósrita sögurnar en ljósritunarvél skólans er í andaslitrunm og því var ég eilítið lengur frá en ég hafði ætlað. Nú hef ég skipt nemendunum í tvo hópa þar sem einn fulltrúi hvers pars er í hvorum hópi. Annar hópurinn kemur sér strax að verki en hinn virðist ekki alveg skilja verkefnið. Ég bíð með að skipta mér af og viti menn, þau komast af stað. Það er orðið tvísýnt að ég nái að klára þetta verkefni, þ.e.a.s. að fara yfir verkefnin með hópunum. Það veltur auðvitað á því hvort ljósritunarvélin hafi það af að búa til tvær glærur fyrir mig.
Bónus! Ég fékk aðgang að betri vél og var eldsnöggur að búa til glærurnar. Þannig að ég náði að fara yfir öll verkefnin, sögurnar voru mjög vel heppnaðar hjá krökkunum og örfáar málvillur.
Ef ég velti fyrir mér frammistöðu kennarans í þessum tíma var hún viðunandi. Nemendur voru dálítið hikandi í fyrstu og óöruggir með sig. Ég kynnti mig fyrir þeim á ensku og talaði ensku allan tímann. Fas mitt var ákveðið og frekar þurrt, ég varði töluverðum tíma í að útskýra verkefnið á ensku og vildi gera allt sem ég gat til að koma í veg fyrir misskilning – þetta er eflaust afleiðing af þeirri reynslu minni í æfingakennslu þegar mér mistókst að útskýra verkefni fyrir nokkrum nemendum. Ég setti sjálfan mig á nokkuð háan stall og lék hlutverk þess sem valdið hefur.
Seinna sama dag kenndi ég öðrum hópi og beitti sömu aðferð og sama verkefni. Á hinn bóginn prófaði ég í þessum tíma allt aðra nálgun hvað varðar mína eigin framkomu. Ég spjallaði óformlega við nemendur á íslensku og spurði hvort þau kynnu skýringar á því hve fáir voru mættir, kynnti mig sem Bjössa en ekki Björn og sló á létta strengi. Eftir nokkrar mínútur sagði ég hópnum að við skyldum byrja og lét þau vita að ég ætlaði að prófa kennsluaðferð sem ég væri sjálfur nýbúinn að læra. Ég lét það fljóta með að aðferðin krefðist þess að ég segði þeim ekki fyrirfram hvað stæði til (sem er rangt) og byrjaði að lesa textann. Ég hafði varla byrjað þegar fleiri nemendur bættust í hópinn og nú voru þeir orðnir átta talsins, jafnt skipt milli kynja. Ég neyddist til að byrja upp á nýtt og gerði við það tækifæri grín að sjálfum mér. Því hélt ég áfram þegar ég þurfti að skreppa frá til að ljósrita sögurnar sem pörin höfðu búið til – ég lét pörin samanstanda af strák og stelpu – og bað nemendurna vinsamlegast að fara ekki meðan ég skryppi frá. Smám saman áttuðu nemendur sig á verkefninu og þegar ég skipti þeim upp á nýtt setti ég strákana saman í hóp og stelpurnar saman. Úr þessu varð hatrömm keppni og endaði tíminn með naumum sigri stelpnanna þar sem báðir hópar höfðu haft sig mikið í frammi, gagnrýnt og dregið í efa hvernig ég taldi villur hjá hinu liðinu og tekið mikinn og virkan þátt í því að ræða hvort um villur var að ræða, semsagt metatalk.
Þessi seinni tími heppnaðist að mörgu leyti betur en sá fyrri, þar sem keppnisskap og forvitni nemendanna voru virkjuð. Það er umhugsunarefni að í þessum seinni tíma gerði ég tvennt sem ég hafði ákveðið að temja mér ekki í æfingakennslu þótt ég hafi stundað það grimmt þegar ég starfaði sem leiðbeinandi, en það er annars vegar að notast við gælunafnið mitt og hins vegar að tala íslensku við nemendur. Ég er mikill trúður í mér svo ég held að það gangi seint upp að reyna að verða alvarlegur kennari en spurningin er hvort ég hafi sem leiðbeinandi gengið of langt í því að vera skemmtilegi og svali kennarinn á kostnað virðingar nemenda fyrir mér. Ég hef til dæmis mikið velt fyrir mér muninum á því að vera Björn kennari eða Bjössi kennari. Spurningin um ensku eða íslensku er líka mikilvæg, því þótt það sé markmið að beita markmálinu í kennslu hef ég séð það með eigin augum að ef kennari notar íslensku getur það orðið til þess að minnka spennu og verkkvíða.
Forfallakennsla
2. nóvember
Hópurinn er ENS 202 sem er hægferð með áherslu á málfræði. Fáir nemendur eru mættir, eða aðeins átta talsins. Ég hafði ákveðið að prófa Dictogloss-aðferðina í þessum tima og öðrum tíma í sama áfanga seinna í dag. Í þetta sinn skipti ég nemendum í fjögur pör og læt þau síðan í tvo fjögurra manna hópa í seinni umferðinni. Nemendurir virka áhugasamir og hafa gaman af verkefninu, a.m.k. í fyrstu. Eitt parið er samt ekki að virka, aðeins annar nemandinn er að vinna. Þar sem ég þekki ekki hópinn er best að skipta sér sem minnst af því, það gæti verið að nemandinn eigi erfitt.
Hlé varð á tímanum meðan ég hljóp frá til að ljósrita sögurnar en ljósritunarvél skólans er í andaslitrunm og því var ég eilítið lengur frá en ég hafði ætlað. Nú hef ég skipt nemendunum í tvo hópa þar sem einn fulltrúi hvers pars er í hvorum hópi. Annar hópurinn kemur sér strax að verki en hinn virðist ekki alveg skilja verkefnið. Ég bíð með að skipta mér af og viti menn, þau komast af stað. Það er orðið tvísýnt að ég nái að klára þetta verkefni, þ.e.a.s. að fara yfir verkefnin með hópunum. Það veltur auðvitað á því hvort ljósritunarvélin hafi það af að búa til tvær glærur fyrir mig.
Bónus! Ég fékk aðgang að betri vél og var eldsnöggur að búa til glærurnar. Þannig að ég náði að fara yfir öll verkefnin, sögurnar voru mjög vel heppnaðar hjá krökkunum og örfáar málvillur.
Ef ég velti fyrir mér frammistöðu kennarans í þessum tíma var hún viðunandi. Nemendur voru dálítið hikandi í fyrstu og óöruggir með sig. Ég kynnti mig fyrir þeim á ensku og talaði ensku allan tímann. Fas mitt var ákveðið og frekar þurrt, ég varði töluverðum tíma í að útskýra verkefnið á ensku og vildi gera allt sem ég gat til að koma í veg fyrir misskilning – þetta er eflaust afleiðing af þeirri reynslu minni í æfingakennslu þegar mér mistókst að útskýra verkefni fyrir nokkrum nemendum. Ég setti sjálfan mig á nokkuð háan stall og lék hlutverk þess sem valdið hefur.
Seinna sama dag kenndi ég öðrum hópi og beitti sömu aðferð og sama verkefni. Á hinn bóginn prófaði ég í þessum tíma allt aðra nálgun hvað varðar mína eigin framkomu. Ég spjallaði óformlega við nemendur á íslensku og spurði hvort þau kynnu skýringar á því hve fáir voru mættir, kynnti mig sem Bjössa en ekki Björn og sló á létta strengi. Eftir nokkrar mínútur sagði ég hópnum að við skyldum byrja og lét þau vita að ég ætlaði að prófa kennsluaðferð sem ég væri sjálfur nýbúinn að læra. Ég lét það fljóta með að aðferðin krefðist þess að ég segði þeim ekki fyrirfram hvað stæði til (sem er rangt) og byrjaði að lesa textann. Ég hafði varla byrjað þegar fleiri nemendur bættust í hópinn og nú voru þeir orðnir átta talsins, jafnt skipt milli kynja. Ég neyddist til að byrja upp á nýtt og gerði við það tækifæri grín að sjálfum mér. Því hélt ég áfram þegar ég þurfti að skreppa frá til að ljósrita sögurnar sem pörin höfðu búið til – ég lét pörin samanstanda af strák og stelpu – og bað nemendurna vinsamlegast að fara ekki meðan ég skryppi frá. Smám saman áttuðu nemendur sig á verkefninu og þegar ég skipti þeim upp á nýtt setti ég strákana saman í hóp og stelpurnar saman. Úr þessu varð hatrömm keppni og endaði tíminn með naumum sigri stelpnanna þar sem báðir hópar höfðu haft sig mikið í frammi, gagnrýnt og dregið í efa hvernig ég taldi villur hjá hinu liðinu og tekið mikinn og virkan þátt í því að ræða hvort um villur var að ræða, semsagt metatalk.
Þessi seinni tími heppnaðist að mörgu leyti betur en sá fyrri, þar sem keppnisskap og forvitni nemendanna voru virkjuð. Það er umhugsunarefni að í þessum seinni tíma gerði ég tvennt sem ég hafði ákveðið að temja mér ekki í æfingakennslu þótt ég hafi stundað það grimmt þegar ég starfaði sem leiðbeinandi, en það er annars vegar að notast við gælunafnið mitt og hins vegar að tala íslensku við nemendur. Ég er mikill trúður í mér svo ég held að það gangi seint upp að reyna að verða alvarlegur kennari en spurningin er hvort ég hafi sem leiðbeinandi gengið of langt í því að vera skemmtilegi og svali kennarinn á kostnað virðingar nemenda fyrir mér. Ég hef til dæmis mikið velt fyrir mér muninum á því að vera Björn kennari eða Bjössi kennari. Spurningin um ensku eða íslensku er líka mikilvæg, því þótt það sé markmið að beita markmálinu í kennslu hef ég séð það með eigin augum að ef kennari notar íslensku getur það orðið til þess að minnka spennu og verkkvíða.
<< Home