14. Leggðu, með hliðsjón af lesefninu, mat á þekkingu þína á helstu kennsluaðferðum. Hvar er hún veikust og hvar sterkust? Hvar liggur áhugi þinn?
Eins og flestir hef ég mesta reynslu - eins og reyndar hefur komið hér fram áður - af því sem ég kalla gjarnan "gamaldags" kennsluaðferðir. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, ég er ekkert öðruvísi en fólk er flest og fjölbreytni í kennsluaðferðum er vísast nokkuð sem ekki náði sérstakri útbreiðslu fyrr en eftir að minni skólagöngu lauk.
Einkum og sérílagi eru það fyrstu tveir flokkar kennsluaðferðanna - sé miðað við hið umdeilda níu flokka kerfi - sem hafa, tja, kannski ekki tröllriðið skólum landsins en virðast lifa í minningunni umfram aðra flokka. Ef ég er alveg heiðarlegur og píni mig til að rifja upp í smástund verð ég þó að viðurkenna að flestir ef ekki allir flokkar kennsluaðferða hafi orðið á vegi mínum frá því ég lærði - löngu fyrir tíma rappsins - þuluna "FIMM sinnum FIMM eru TUTTuguogFIMM" heima í eldhúsi, í barnaskóla, gagnfræðaskóla og áfangakerfismenntaskóla.
1. Útlistunarkennsla.
Í þessum flokki eru aðferðir sem ég hef mikla reynslu af, bæði sem veitandi og þiggjandi. Sýnikennslu kynntist ég helst á yngri stigum þar sem ég tel að hún henti yfirleitt best, t.d. í skrift og reikningi. Skoðunarferðir, sýningar og gestafyrirlestra hef ég allt of oft séð fara fyrir ofan garð og neðan, því undirbúningi er ekki sinnt nægilega - upplifun nemendanna verður sú að um sé að ræða athöfn sem kemur í stað kennslu en sé ekki kennsla í sjálfri sér. Sama er oft uppi á teningnum þegar myndefni er notað, enda hef ég oftar séð myndbandstæki skóla dregin fram þegar kennari má ekki vera að því að kenna heldur en að myndefnið sé í tengslum við námsefnið. Viðkvæðið er oft að nú eigi nemendur skilið að fá frí frá kennslu, þau hafi verið svo dugleg undanfarið, eða þá að kennari þurfi nauðsynlega að fara til tannlæknis. Sem leiðbeinandi var ég alls ekki saklaus í þessum efnum, þótt ég hafi á mínum síðasta vetri verið farinn að nota kennsluefni í um helmingi þeirra skipta sem ég sýndi börnum vídeó.
Auðvitað hef ég sótt ófáa fyrirlestra í námi mínu hér í HÍ, auk áranna sem ég var við Stokkhólmsháskóla. Þá hef ég nokkra reynslu af því að flytja fyrirlestra sjálfur og tel mig allsterkan á svellinu. Einna helst hef ég áhyggjur af því að vegna þess að fyrirlestrar eru ein af mínum sterku hliðum muni ég reiða mig um of á þá í kennslu minni í framtíðinni. Ég er þeirrar skoðunar að séu góðir fyrirlestrar fluttir vel af kennara sem hefur aðferðina á valdi sínu, geti þeir verið prýðiskennsluaðferð. Áskorunin sem ég þarf að hafa í huga er að reyna að styrkja mig á þeim sviðum þar sem ég hef minni reynslu svo ég verði í stakk búinn að beita fjölbreyttari aðferðum. Í starfi mínu sem leiðbeinandi hef ég dálítið prófað mig áfram með þetta en geri auðvitað ráð fyrir því að mér hlotnist fleiri örvar í mælinn fram á vorið - og á næstu árum, því kennaranáminu lýkur víst ekki alveg strax.
Ég get ekki látið hjá líða að minnast á tækni eins fyrirlesara sem ég þarf að mæta til tvisvar í viku á komandi vorönn. Í stuttu máli gengur tæknin út á að setja nemendum fyrir uþb. 10 bls. lesefni, taka það í stuttu máli saman á PowerPoint-glærum, birta þær daginn fyrir fyrirlesturinn og lesa þær upphátt fyrir nemendahópinn - sem þá hefur væntanlega þegar lesið hann!
Já, og auðvitað hefur enn ekki komið sá fyrirlestur þar sem náðst hefur að klára glærurnar, síðustu 15-20 mínútur tímans er fyrirlesturinn orðinn illskiljanlegur sakir þess hve kennarinn neyðist til að tala hratt í dauðadæmdu kapphlaupi við tímann.
Þetta eru afar lærdómsríkir tímar, því oft lærir maður meira af fordæmi þeirra sem síðri eru.
2. Þulunám og þjálfunaræfingar.
Hér er hætt við að mér verði dálítið heitt í hamsi því hér er um að ræða kennðferðir sem falla ekki undir þá grófu skilgreiningu sem við komum okkur saman um í tímanum í dag - þ.e.a.s. það hvernig kennari hagar samskiptum sínum við nemendur sína í þeim tilgangi að nám eigi sér stað. Þær aðferðir sem falla undir þennan flokk stuðla að mínu viti alls ekki að því að nám eigi sér stað. Sú setning sem kemur upp í hugann er svarið sem Þórbergur og skólasystkin hans notuðu þegar þau gátu ekki munað helstu iðngreinar borga Bretlands: "Sheffield - hnífapör. Nottingham - vefnaðarvörur. Liverpool - skipasmíðastöðvar. Leeds... þar eru prjónuð prjónaföt."
Tökum annað dæmi sem oft er nefnt í kaflanum í Litrófinu. Margföldunartöflur. Hverjum datt það í hug að besta leiðin til að læra margföldun væri sú sama og þeim fannst vera best til að börn lærðu Faðirvorið, trúarjátninguna og Fjallgöngu Tómasar? Hið síðastnefnda hefur að vísu þann möguleika að vera skemmtilegt þrátt fyrir kennsluaðferðina, hreinlega vegna þess hve tónlistargreindin er virkjuð þegar þulið er taktfast:
urðoggrjótuppímótekkertnemaurðoggrjótklífaskriðurskríðaklettaveltaniðurveraaðdetta
Til hvers að læra margföldunartöfluna utanbókar? Væri ekki skynsamlegra að læra eitthvað um tölurnar, hvernig þær raðast í mynstur og hvert hlutverk þeirra er í raun og veru, þ.e. að mæla veruleikann? sexsinnumeinnerusex, sexsinnumtveirerutólf, sexsinnumþríreruátján osfrv. stuðlar ekki að nokkrum einasta skilningi.
Við notum tugakerfi. Þetta kerfi býður upp á ýmsar leiðir til að geta lært hvernig á að margfalda tölur. 5 er til dæmis hálfur tugur, þannig að fimmsinnumtaflan er röð heilla og hálfra tuga: 5 - 10 - 15 - 20 - 25 osfrv. Talan níu er einum lægri en tugur. Þess vegna dregur maður þá tölu frá viðeigandi tug þegar tala er margfölduð með 9: 9x7 = 70-7 =63. Svo ekki sé nú minnst á þversummugaldurinn í 9x-töflunni.
Ég hef áður minnst á Pýþagóras og þá fásinnu að kenna formúlu hans eins og atómljóð, til utanbókarlærdóms en ekki skilnings. Hvað þá með veldisreikning? Hver getur lært utanbókar að 3x3 = 9 og 6x6 = 36? Hví ekki að leggja það upp svona:
1 1 1
1 1 1
1 1 1
og
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
3. Verklegar æfingar.
Hér er ég ekki á heimavelli, því verklegar æfingar gagnast best, og eru oftast notaðar, í list- og verkgreinum auk ýmissa verkefna í raungreinum, s.s. efnafræðitilrauna. Eða það var það fyrsta sem ég hugsaði. Hins vegar hef ég notast við slíkar aðferðir í miklum mæli, báðum megin borðsins, í námi mínu og starfi innan leikússins. Sem tungumálakennari á ég hins vegar ekki von á að beita verklegum æfingum mikið og læt því hér staðar numið um þennan flokk.
4. Umræðu- og spurnaraðferðir.
Af flokkunum níu er þetta sá sem ég hef einna mestar áhyggjur af. Það krefst talsverðar færni að stýra umræðum þannig að þær haldist við efnið en veiti nemendum þó frelsi til að tjá sig. Sem leiðbeinandi gerði ég nokkrar tilraunir til að beita þessum aðferðum, aðallega í lífsleiknikennslu. Það gekk ekki alltaf nógu vel. Ég hafði tilhneigingu til að missa stjórn á umræðunum, hleypa of mörgum óæskilegum kommentum inn í þær og stundum fóru þær út um víðan völl. Ég bind því miklar vonir við tímann næsta mánudag.
5. Innlifunaraðferðir og tjáning.
Hér hef ég aftur takmarkaða reynslu og þekkingu er frá eru talin ár mín í leiklistarnámi. Hins vegar hef ég notað svipaðar aðferðir með leikurum, t.d. í slökun og þess háttar og er því vanur að stjórna ýmiskonar visualisation-æfingum. Spurningin er aftur á móti hversu mikinn þátt slíkar aðferðir eiga í tungumálanámi. Ég skal viðurkenna að ég sé ekki mikinn fjölda möguleika en ef til vill er hér óplægður akur sem ég get seinna sáð í.
6. Þrautalausnir.
PBL þekkti ég lítið þar til fyrir örfáum dögum er ég sat fyrirlestur Þórunnar Óskarsdóttur í FÁ. Skemmst er frá að segja að þarna sá ég urmul tækifæra sem ég hyggst notfæra mér í kennslu næstu árin, tækifæri til samþættingar námsgreina sem eru fá takmörk sett. Hef ég því einsett mér að leggjast í þessi fræði ásamt tilvonandi samstarfsfólki mínu þegar ég hef störf og get ég fullyrt að ég sé fram á spennandi tíma í þessum efnum. Tenging viðfangsefna í samfélags- og náttúrufræðigreinum við heimildaleit og skýrslugerð á ensku er kannski augljósasta hugmyndin en ljóst er að völlurinn er mun breiðari en svo.
Verst hvað fyrirlestrartækni Þórunnar var ábótavant. Kannski ætti ég, sem reyndur leikstjóri, að leggja fyrir mig sem aukabúgrein að þjálfa kennara í fyrirlestrum?
7. Leitaraðferðir
Ég fékk tækifæri til að prófa mig áfram með aðferðir af þessum toga síðasta veturinn sem ég starfaði sem leiðbeinandi, en þann vetur kenndi ég samfélagsgreinar á unglingastigi. Það var aðallega í tíunda bekk sem nemendur fengust við kannanir og þess háttar og ég verð að segja að mér gekk ekkert allt of vel. Það skrifa ég þó ekki alfarið á sjálfan mig þar sem skipulagið var að mínu mati í lagi, heldur á þá staðreynd að nemendur mínir virtust litla þjálfun hafa fengið í fræðilegum vinnubrögðum. Ég þurfti því að kenna flestum þeirra frá grunni og fékk lítinn frið fyrir fyrirspurnum á borð við "hvernig geri ég þetta?" og "er þetta nóg?" Það skal ítrekað að hér var um einn bekk í eitt ár að ræða og auðvitað krefjast svona vinnubrögð lengri þjálfunar, þannig að ég hef ekki teljandi áhyggjur af því að ég lendi í vandræðum með að beita þessum aðferðum í framtíðinni.
8. Hópvinnubrögð.
Ég hef kannski ekki mikla reynslu af því að stjórna hópverkefnum þótt ég hafi fengist við það öðru hverju og þá alltaf í félagi við mér reyndari kennara. Hins vegar tel ég mig hafa ágætis skipulagshæfileika auk getu til að koma fyrirmælum frá mér á skýran og skijlanlegan hátt svo ég hef ekki teljandi áhyggjur af því. Þar að auki hef ég nú í vetur komist í snertingu við ákaflega skilvirka tækni í stjórn hópverkefna - hlutverkaskipan í hópum til dæmis - og get nýtt mér þá reynslu. Eina áhyggjuefnið er kannski hvort nægur tími mun gefast til undirbúnings, því ég hef nokkuð neikvæða reynslu af því hvað gerist þegar kastað er til höndunum. Ég minnist unglinga sem hreinlega liðu kvalir heilu dagana þegar þemavinna stóð yfir vegna þess að þeim höfðu verið gefin óskýr fyrirmæli og allt of frjálsar hendur og ráfuðu því um aðgerðalausir og hundleiddist.
9. Sjálfstæð skapandi viðfangsefni.
Hér mætti ætla að ég upplifði mig á heimavelli og það geri ég upp að vissu marki. Þau eru ófá skiptin sem ég hef stýrt hópum barna og unglinga sem hafa tekist á hendur það mikla og manngöfgandi verkefi að búa til leikhús. Það hefur mjög mjög lengi verið skoðun mín að á slíku starfi læri börn afar margt sem skólinn er ekki fær um að kenna þeim, að minnsta kosti ekki með jafn skilvirkum hætti. Þar á ég við samvinnu, samábyrgð, traust, sjálfstæð vinnubrögð, eflingu sjálfsmyndar og margt fleira sem á við um alla þátttakendur; en einnig geta einstakir nemendur lært ýmislegt í smíðum, hönnun, litafræði, raftækni, tónlistarsköpun og þar fram eftir götunum.
Ég hef mikla reynslu, en það gefur auga leið að hún er nokkuð þröng. Spurningin er hvort sömu lögmál gildi ekki þegar nemendahópur býr til tímarit, líkir eftir ferðaskrifstofu eða leysir hönnunarvanda í gatnagerð í hverfinu sínu.
Ég er nú bara farinn að hlakka til að prófa þetta allt saman!
Einkum og sérílagi eru það fyrstu tveir flokkar kennsluaðferðanna - sé miðað við hið umdeilda níu flokka kerfi - sem hafa, tja, kannski ekki tröllriðið skólum landsins en virðast lifa í minningunni umfram aðra flokka. Ef ég er alveg heiðarlegur og píni mig til að rifja upp í smástund verð ég þó að viðurkenna að flestir ef ekki allir flokkar kennsluaðferða hafi orðið á vegi mínum frá því ég lærði - löngu fyrir tíma rappsins - þuluna "FIMM sinnum FIMM eru TUTTuguogFIMM" heima í eldhúsi, í barnaskóla, gagnfræðaskóla og áfangakerfismenntaskóla.
1. Útlistunarkennsla.
Í þessum flokki eru aðferðir sem ég hef mikla reynslu af, bæði sem veitandi og þiggjandi. Sýnikennslu kynntist ég helst á yngri stigum þar sem ég tel að hún henti yfirleitt best, t.d. í skrift og reikningi. Skoðunarferðir, sýningar og gestafyrirlestra hef ég allt of oft séð fara fyrir ofan garð og neðan, því undirbúningi er ekki sinnt nægilega - upplifun nemendanna verður sú að um sé að ræða athöfn sem kemur í stað kennslu en sé ekki kennsla í sjálfri sér. Sama er oft uppi á teningnum þegar myndefni er notað, enda hef ég oftar séð myndbandstæki skóla dregin fram þegar kennari má ekki vera að því að kenna heldur en að myndefnið sé í tengslum við námsefnið. Viðkvæðið er oft að nú eigi nemendur skilið að fá frí frá kennslu, þau hafi verið svo dugleg undanfarið, eða þá að kennari þurfi nauðsynlega að fara til tannlæknis. Sem leiðbeinandi var ég alls ekki saklaus í þessum efnum, þótt ég hafi á mínum síðasta vetri verið farinn að nota kennsluefni í um helmingi þeirra skipta sem ég sýndi börnum vídeó.
Auðvitað hef ég sótt ófáa fyrirlestra í námi mínu hér í HÍ, auk áranna sem ég var við Stokkhólmsháskóla. Þá hef ég nokkra reynslu af því að flytja fyrirlestra sjálfur og tel mig allsterkan á svellinu. Einna helst hef ég áhyggjur af því að vegna þess að fyrirlestrar eru ein af mínum sterku hliðum muni ég reiða mig um of á þá í kennslu minni í framtíðinni. Ég er þeirrar skoðunar að séu góðir fyrirlestrar fluttir vel af kennara sem hefur aðferðina á valdi sínu, geti þeir verið prýðiskennsluaðferð. Áskorunin sem ég þarf að hafa í huga er að reyna að styrkja mig á þeim sviðum þar sem ég hef minni reynslu svo ég verði í stakk búinn að beita fjölbreyttari aðferðum. Í starfi mínu sem leiðbeinandi hef ég dálítið prófað mig áfram með þetta en geri auðvitað ráð fyrir því að mér hlotnist fleiri örvar í mælinn fram á vorið - og á næstu árum, því kennaranáminu lýkur víst ekki alveg strax.
Ég get ekki látið hjá líða að minnast á tækni eins fyrirlesara sem ég þarf að mæta til tvisvar í viku á komandi vorönn. Í stuttu máli gengur tæknin út á að setja nemendum fyrir uþb. 10 bls. lesefni, taka það í stuttu máli saman á PowerPoint-glærum, birta þær daginn fyrir fyrirlesturinn og lesa þær upphátt fyrir nemendahópinn - sem þá hefur væntanlega þegar lesið hann!
Já, og auðvitað hefur enn ekki komið sá fyrirlestur þar sem náðst hefur að klára glærurnar, síðustu 15-20 mínútur tímans er fyrirlesturinn orðinn illskiljanlegur sakir þess hve kennarinn neyðist til að tala hratt í dauðadæmdu kapphlaupi við tímann.
Þetta eru afar lærdómsríkir tímar, því oft lærir maður meira af fordæmi þeirra sem síðri eru.
2. Þulunám og þjálfunaræfingar.
Hér er hætt við að mér verði dálítið heitt í hamsi því hér er um að ræða kennðferðir sem falla ekki undir þá grófu skilgreiningu sem við komum okkur saman um í tímanum í dag - þ.e.a.s. það hvernig kennari hagar samskiptum sínum við nemendur sína í þeim tilgangi að nám eigi sér stað. Þær aðferðir sem falla undir þennan flokk stuðla að mínu viti alls ekki að því að nám eigi sér stað. Sú setning sem kemur upp í hugann er svarið sem Þórbergur og skólasystkin hans notuðu þegar þau gátu ekki munað helstu iðngreinar borga Bretlands: "Sheffield - hnífapör. Nottingham - vefnaðarvörur. Liverpool - skipasmíðastöðvar. Leeds... þar eru prjónuð prjónaföt."
Tökum annað dæmi sem oft er nefnt í kaflanum í Litrófinu. Margföldunartöflur. Hverjum datt það í hug að besta leiðin til að læra margföldun væri sú sama og þeim fannst vera best til að börn lærðu Faðirvorið, trúarjátninguna og Fjallgöngu Tómasar? Hið síðastnefnda hefur að vísu þann möguleika að vera skemmtilegt þrátt fyrir kennsluaðferðina, hreinlega vegna þess hve tónlistargreindin er virkjuð þegar þulið er taktfast:
urðoggrjótuppímótekkertnemaurðoggrjótklífaskriðurskríðaklettaveltaniðurveraaðdetta
Til hvers að læra margföldunartöfluna utanbókar? Væri ekki skynsamlegra að læra eitthvað um tölurnar, hvernig þær raðast í mynstur og hvert hlutverk þeirra er í raun og veru, þ.e. að mæla veruleikann? sexsinnumeinnerusex, sexsinnumtveirerutólf, sexsinnumþríreruátján osfrv. stuðlar ekki að nokkrum einasta skilningi.
Við notum tugakerfi. Þetta kerfi býður upp á ýmsar leiðir til að geta lært hvernig á að margfalda tölur. 5 er til dæmis hálfur tugur, þannig að fimmsinnumtaflan er röð heilla og hálfra tuga: 5 - 10 - 15 - 20 - 25 osfrv. Talan níu er einum lægri en tugur. Þess vegna dregur maður þá tölu frá viðeigandi tug þegar tala er margfölduð með 9: 9x7 = 70-7 =63. Svo ekki sé nú minnst á þversummugaldurinn í 9x-töflunni.
Ég hef áður minnst á Pýþagóras og þá fásinnu að kenna formúlu hans eins og atómljóð, til utanbókarlærdóms en ekki skilnings. Hvað þá með veldisreikning? Hver getur lært utanbókar að 3x3 = 9 og 6x6 = 36? Hví ekki að leggja það upp svona:
1 1 1
1 1 1
1 1 1
og
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
1 1 1 1 1 1
3. Verklegar æfingar.
Hér er ég ekki á heimavelli, því verklegar æfingar gagnast best, og eru oftast notaðar, í list- og verkgreinum auk ýmissa verkefna í raungreinum, s.s. efnafræðitilrauna. Eða það var það fyrsta sem ég hugsaði. Hins vegar hef ég notast við slíkar aðferðir í miklum mæli, báðum megin borðsins, í námi mínu og starfi innan leikússins. Sem tungumálakennari á ég hins vegar ekki von á að beita verklegum æfingum mikið og læt því hér staðar numið um þennan flokk.
4. Umræðu- og spurnaraðferðir.
Af flokkunum níu er þetta sá sem ég hef einna mestar áhyggjur af. Það krefst talsverðar færni að stýra umræðum þannig að þær haldist við efnið en veiti nemendum þó frelsi til að tjá sig. Sem leiðbeinandi gerði ég nokkrar tilraunir til að beita þessum aðferðum, aðallega í lífsleiknikennslu. Það gekk ekki alltaf nógu vel. Ég hafði tilhneigingu til að missa stjórn á umræðunum, hleypa of mörgum óæskilegum kommentum inn í þær og stundum fóru þær út um víðan völl. Ég bind því miklar vonir við tímann næsta mánudag.
5. Innlifunaraðferðir og tjáning.
Hér hef ég aftur takmarkaða reynslu og þekkingu er frá eru talin ár mín í leiklistarnámi. Hins vegar hef ég notað svipaðar aðferðir með leikurum, t.d. í slökun og þess háttar og er því vanur að stjórna ýmiskonar visualisation-æfingum. Spurningin er aftur á móti hversu mikinn þátt slíkar aðferðir eiga í tungumálanámi. Ég skal viðurkenna að ég sé ekki mikinn fjölda möguleika en ef til vill er hér óplægður akur sem ég get seinna sáð í.
6. Þrautalausnir.
PBL þekkti ég lítið þar til fyrir örfáum dögum er ég sat fyrirlestur Þórunnar Óskarsdóttur í FÁ. Skemmst er frá að segja að þarna sá ég urmul tækifæra sem ég hyggst notfæra mér í kennslu næstu árin, tækifæri til samþættingar námsgreina sem eru fá takmörk sett. Hef ég því einsett mér að leggjast í þessi fræði ásamt tilvonandi samstarfsfólki mínu þegar ég hef störf og get ég fullyrt að ég sé fram á spennandi tíma í þessum efnum. Tenging viðfangsefna í samfélags- og náttúrufræðigreinum við heimildaleit og skýrslugerð á ensku er kannski augljósasta hugmyndin en ljóst er að völlurinn er mun breiðari en svo.
Verst hvað fyrirlestrartækni Þórunnar var ábótavant. Kannski ætti ég, sem reyndur leikstjóri, að leggja fyrir mig sem aukabúgrein að þjálfa kennara í fyrirlestrum?
7. Leitaraðferðir
Ég fékk tækifæri til að prófa mig áfram með aðferðir af þessum toga síðasta veturinn sem ég starfaði sem leiðbeinandi, en þann vetur kenndi ég samfélagsgreinar á unglingastigi. Það var aðallega í tíunda bekk sem nemendur fengust við kannanir og þess háttar og ég verð að segja að mér gekk ekkert allt of vel. Það skrifa ég þó ekki alfarið á sjálfan mig þar sem skipulagið var að mínu mati í lagi, heldur á þá staðreynd að nemendur mínir virtust litla þjálfun hafa fengið í fræðilegum vinnubrögðum. Ég þurfti því að kenna flestum þeirra frá grunni og fékk lítinn frið fyrir fyrirspurnum á borð við "hvernig geri ég þetta?" og "er þetta nóg?" Það skal ítrekað að hér var um einn bekk í eitt ár að ræða og auðvitað krefjast svona vinnubrögð lengri þjálfunar, þannig að ég hef ekki teljandi áhyggjur af því að ég lendi í vandræðum með að beita þessum aðferðum í framtíðinni.
8. Hópvinnubrögð.
Ég hef kannski ekki mikla reynslu af því að stjórna hópverkefnum þótt ég hafi fengist við það öðru hverju og þá alltaf í félagi við mér reyndari kennara. Hins vegar tel ég mig hafa ágætis skipulagshæfileika auk getu til að koma fyrirmælum frá mér á skýran og skijlanlegan hátt svo ég hef ekki teljandi áhyggjur af því. Þar að auki hef ég nú í vetur komist í snertingu við ákaflega skilvirka tækni í stjórn hópverkefna - hlutverkaskipan í hópum til dæmis - og get nýtt mér þá reynslu. Eina áhyggjuefnið er kannski hvort nægur tími mun gefast til undirbúnings, því ég hef nokkuð neikvæða reynslu af því hvað gerist þegar kastað er til höndunum. Ég minnist unglinga sem hreinlega liðu kvalir heilu dagana þegar þemavinna stóð yfir vegna þess að þeim höfðu verið gefin óskýr fyrirmæli og allt of frjálsar hendur og ráfuðu því um aðgerðalausir og hundleiddist.
9. Sjálfstæð skapandi viðfangsefni.
Hér mætti ætla að ég upplifði mig á heimavelli og það geri ég upp að vissu marki. Þau eru ófá skiptin sem ég hef stýrt hópum barna og unglinga sem hafa tekist á hendur það mikla og manngöfgandi verkefi að búa til leikhús. Það hefur mjög mjög lengi verið skoðun mín að á slíku starfi læri börn afar margt sem skólinn er ekki fær um að kenna þeim, að minnsta kosti ekki með jafn skilvirkum hætti. Þar á ég við samvinnu, samábyrgð, traust, sjálfstæð vinnubrögð, eflingu sjálfsmyndar og margt fleira sem á við um alla þátttakendur; en einnig geta einstakir nemendur lært ýmislegt í smíðum, hönnun, litafræði, raftækni, tónlistarsköpun og þar fram eftir götunum.
Ég hef mikla reynslu, en það gefur auga leið að hún er nokkuð þröng. Spurningin er hvort sömu lögmál gildi ekki þegar nemendahópur býr til tímarit, líkir eftir ferðaskrifstofu eða leysir hönnunarvanda í gatnagerð í hverfinu sínu.
Ég er nú bara farinn að hlakka til að prófa þetta allt saman!
<< Home